Heilbrigðistíðindi - 30.06.1871, Page 5

Heilbrigðistíðindi - 30.06.1871, Page 5
93 gæti af máð aðra lesti, í stað þess að telja hann, eins og hann er, ódyggð og meinvætt í mannlegu fjeiagi (Framhald). L'M BÓLLSÓTTINA OG SÓTTVÖRNINA HJER VIÐ REYKJAVÍK. Síðan 6. apríl þ. á. hafa hingað á Reykjavíkurhöfn komið 4 skip með bóluveikum mönnum. Hið fyrsta af þessum skip- um var Loggert Laborieux frá St. Valerie en Cou í Frakklandi, skipstjóri Burette. þetta skip kom hingað 5. apríl, hafði haft 1 dauðan mann í haíi af bólusótt, en síðan urðu 5 veikir af sama sjúkdómi, á meðan hann lá hjer á höfninni frá 5.—8. apríl. Yfirvöldin voru þá búin að fyrir skipa sóttvörnina í Jjaugarnesi, og allt var þar til reiðu; en skipstjóri kaus heid- ur að sigla heim til sín, en að leggja fólk sitt inn á sóttvarn- arhúsið. Orsökin til þessa virtist vera sú, að skipshöfn hans var orðin mjög hrædd við bóluna og vildi sem fyrst komast heim, þar eð þeir fundu sig ófæra til að liggja fyrir fisk, er svona stóð á. Á skipinu voru alls 20 manns, og voru 7 af þeim bólugrafnir eptir nýafstaðna bólu. Það var þvf enginn efi á, að þeir mundu komast heim, og með því að þeir höfðu fiskað vel, var l'erð þeirra eigi heldur orðin til ónýtis. Eg sá mjer ekki fært, að taka þá nauðuga inn á sóttvarnarhúsið, heldur vitjaði þeirra um borð í 3 daga, bjó þá út með lyfjum og Ijet þá svo fara. Skipið var ágætt siglingaskip, og vindur- inn um þær mundir, er þeir fóru, mjög hagstæður, enda munu þeir og hafa haft stutta ferð til Frakklands. Hinn 16. apríl kom skipið Charles frá sama bæ, og hið fyrgreinda. Hann hafði 21 manns um borð, og af þeim 6 veika. Þessir voru allir lagðir á sóttvarnarspitalann. Tveim dögum áður kom skipið Bougainville, skipstjóri Dechange. Hanu hafði misst 1 mann af bólu í hafi, og hafði annan veikan um borð, er þá þegar var lagður í bóluspítalann. Hið 4. skipið, sem hjet «la Reine», skipstjóri Oossarte, kom hingað hinn 18. tað hafði 8 bólu- veika um borð, eða nærfellt helming allrar skipshafnarinnar, og voru þeir lagðir inn í spltalann hinn 19. apríl, en skipið lagði út til að fiska. Þessum mönnum batnaði öllum, en af binu

x

Heilbrigðistíðindi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heilbrigðistíðindi
https://timarit.is/publication/94

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.