Alþýðublaðið - 02.02.1921, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 02.02.1921, Blaðsíða 4
4 ALÞÝÐUBLAÐlÐ f^fyóqarandinn, Amemk landnemasaga. Þegar ^nú talað er um verðfall erlendis, er miðað við verð- iag þegar það var hæst t. d. í júní 1920, því þá voru vör- urnar ca. 20—25% dýrari en I janúar sama ár. Allar vörur í verzluninni, sem irnfluttar hafa verið árið 1920, eru keyptar í september og október 1919, og f janúar og febrúar 1920, auk talsverðra vöruleifa frá árinu 1919, og reiknað með lágu gengi á útlendri mynt. Verðlækkun á erlendum markaði er enn ekki svo, að hægt sé „normalt" að kaupa vefnaðarvöru ódýrari nú en á sama tíma í fyrra, en þar eð eg sem aðrir vcna að verðið falii eitthvað i náinni framtfð, og erfiðleikar eru með peninga, hefi eg, eins og umgetið var f umburðarbréfi mfnu dagsett 19. þ m„ f stað útsöiu i fáa daga, lækkað fyrir fult og alt verð á öllum vefnaðarvörum og fleiru, þannig að hið gamla verð er útstrikað á verðmiðunum, en hið nýja skrifað með rauðu fyrir neðan, svo að allir geti athugað verðfallið, sem munar í herrabúðinni hefi eg einnig sett niður a.llein Nær- fatnað og Sokka, nokkuð af Manchettskyrtum, allar Kápur og Frakka, Leðurvörur 0. m. fl. Það, sem eftir er af Gólfteppum, verður einnig selt með miklum afslætti. Öllum er orðið það kunnugt, að verzlunin hefir iagt mikla áherzlu á vörugæði, og auk þess, ef sanngjarnlega er samanborið, ávalt selt ódýrt. Það hefir því verið og verður bezt að skifta við P" Haralð. (Framh.) „Eg þekki það utan og innan við hestaréttina," svaraði Hrólfur. .Leiðin liggur rétt fram framhjá þessum kofaræfli —" .Vinur," greip Nathan fram í fyrir honum, .það er undir þér komið, hvort fanganum sem þú kallar engilhreina meyju tekst að komast undan f nótt, eða ekki. Ef þú stendur þig eins og maður er ekki ósennilegt að okkur takist þetta prýðilega." „Eg skal standa mcð þér, hvað sem á gengur," mælti Hrólfur. „Ef þú gefur mér ögn af visku, skal eg hlusta vel á þig." .Agætt," svaraði Nathan, „eg skal gefa þér þessi ráð: Þar sem þú þekkir ekki annað en hesta- réttina i þessu þorpi, skaltu ekki hætta þér inn f það. Vertu þar sem þú ert, og láttu mig um það, að finna stúlkuna." „O, karlinn," sagði Hrólfur, „þú ætiar þó ekki að haida því fram, að þú þekkir þorpið betur en eg. Þú getur víst ekki hrósað þér af því að hafa stolið hér ein- um einasta hestil* „Ekki beinlfnis," mælti Nathan, „en þú getur samt verið rólegur, í öliu þorpinu er ekki einn einasti kofi, sem eg þekki ekki. Þú mátt ekki nálgast hestaréttina, fyr en þú veist, að hægt sé að bjarga stúlkunni." „Ágætt," sagði Hrólfur; „ef þú heldur, að eg geti orðið stúlkunni að meira liði, með því að fara f felur, en með því að leita að henni, þá er eg maður til þess, að beygja mig fyrir nauðsyninni." Nathan hvatti hann til þess, að bíða tólegann undir viðarhlaða, vem var skamt frá, og bæra ekki á sér fyr en hann vissi árangurinn af Ieit Nathans. Því næst hélt Nathan áfram, þó ekki hægt og rólega eins og njósnari. Hann kastaði Iéreftskápunni yfir sig og stældi gang rauðskinna um leið •g hann gekk djatflega, sem leið Iá inn á milli kofanna. Jafnframt hringlaði hann í bjöllum, sem hann hafði undir kápunni, eins og hann vildi vekja sérstaka athygli á sér. Þessi dyrfska, sem hcstaþjófin- um féll undir eins miður, varð þó til þess, að ryðja stærstu hindr- uninni úr vegi. Tveir varðhundar sem viitust hafa mikia löngun tii þess, að reyna tennur sfnar á þeim sem fram hjá gengu, urðu strax rólegir er þeir heyrðu bjölluhljóm- inn. Þeir snautuðu burtu, sneyptir og hræddir, eins og þeir byggust við axarhöggum. „Agætt bragði" muldraði Hrólf- ur; „þegar eg næst fer f hesta- leiðangur skal eg hafa með mér bjöllur. Þessir fjandans hundar flækast ait af fyrir manni." Ritstjóri og ábyrgðarmaður: ólafur Friðriksson. Frcnlsmiðjau Guleubcrg. Happdrœtti. Dregið hefir verið um happdrætti Ingrideildar Hvftabandsins og þessi númer komið upp: 1766, 1570, 355. Munanna sé vitjað til frú Símonarson, Vallastræti 4. Alþýðubladid er ódýrasta, íjölbreyttasta og bezta ðagblað lanðsins. Eanp- ið það og lesið, þð getið þið alðrei án þess verið. Stúlka óskast f vist nú þegar á Hverfisgötu 32 B. — Hátt kaup Þorsteinn J. Sigurðss,

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.