Heilbrigðistíðindi - 01.11.1879, Blaðsíða 4

Heilbrigðistíðindi - 01.11.1879, Blaðsíða 4
84 Fáein orð uin kvefsóttina. Kvefsóttin gengur enn um allt land, hún hefir, eins og nokkrar aðrar af þessum sóttum, byrjað á Norðurlandi, eða norðaustanvert á landinu. J>að er þess vegna mjög ólíklegt, að hún verði talin sem komin hjer upp við sóttnæmi, en það sýnist hún stundum að hafa verið, þegar hún hefir byrjað hjerí Reykjavik, sem optast hefir átt sjer stað. Kvefsótt þessi aðskilur sig þar í frá mörgum öðrum af systr- um hennar, að henni fylgja mjög sjaldan tök, þar á móti er þetta magnleysi, er slíkum sóttum allajafna er vant að fylgja, mjög.einkennilegt við hana. þ>að er því enginn efi á, að sótt þessi er ekki í orðsins rjettu merkingu verulegt kvef, heldur hrein og bein „Influenza“, og hún tekur nálega alla, bæði unga og gamla, karla sem konur, sterka menn, sem þá, er veikbyggðir eru, og sver sig þar við trúlega í ættir. A einstaka manni hefir það komið fyrir, að hún hefir byrjað með niðurgangi, en á fáum hefir hann orðið neitt alvarlegur, og yfir höfuð má sótt- in kallast væg, og alls ekki illkynjuð. A mörgum hefir henni fylgt ýmsir mænuverkir, svo sem eyrna- pina og gigt í limunum, en á öllum hefir þetta lje- magn verið meira og minna einkennilegt. Engir hafa dáið hjer úr þessari sótt, svo jeg til viti, en vera má, að hún hafi verið sem nokkurskonar orsök til heilabólgu þeirrar, sem hjer hefir sýnt sig í ein- staka börnum, og orðið fáeinum að fjörtjóni. í lærða skólanum okkar hefir hún verið mjög almenn, og af liðugu ioo lærisveina hafa þar legið um 40 í einu, en flestir eru þeir nú orðnir jafngóðir. í þessari kvefsótt virðist „Ozonið“ (kvefloptið) að hafa verið all-sterkt, þó eigi nærri eins mikið og hjer var í kvefsóttinni 1866, þvi þá var það hið

x

Heilbrigðistíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðistíðindi
https://timarit.is/publication/94

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.