Heilbrigðistíðindi - 01.11.1879, Blaðsíða 6

Heilbrigðistíðindi - 01.11.1879, Blaðsíða 6
86 sjúkdómum sjaldan á heima við aldraða menn, þá gildir þetta að eins um hina ungu. Fylgi kvefsóttinni, sem opt kann að vera, ákaf- lega tíður og harður hósti, þá er það skylda lækn- isins að lina þennan hósta svo fljótt, sem verða má. í»að skeður á ýmsan hátt. Opt er það nóg, að hleypa heitri vatnsgufu inn í svefnherbergið, og leggja klút vættan í volgri olíu yflr allt brjóstið, en hjálpi það eigi, er ómissandi, að gefa gott hósta- saft eða hóstapúlver. Hóstapúlver er hið gamlá svo kallaða „Doverspulver“, það er æfinlega þrauta- gott meðal, og alveg skaðlaust, ef það er gefið i hæfilegum inntökum. þessi meðul, sem hjer eru talin, munu að mestu nægja í þeirri kvefsótt, er nú gengur hjer yfir landið, en þó getur það komið fyrir, að á einstaka manni, einkum börnum og gamal- mennum, komi fyrir verri tegundir af þessari veiki, þar sem nauðsynlegt er, að kalla læknir til. Hvað matarhæfið áhrærir, þá er bezt, meðan sóttin varir, að nærast sem mest á hafurseyði, mjöl- súpu eða grasamjólk. Af grasathevatni hefijegopt sjeð mikið gagn í hinum undangangandi kvefsóttum. Bezt er þeim, sem sóttin hefir verið í, að fara held- ur varlega, því þótt hún að öllum jafnaði, og yfir höfuð að tala alls eigi megi heita mannskæð, þá vita menn það, að fólk þolir misjafnt, enda eru þeir, sem hafa veikt brjóst undir, allajafna ver farnir, en þeir, sem eru hraustir fyrir brjóstinu. J>egar nú tala skal um það, hvernig menn eigi að fyrirbyggja eða verja sig fyrir þessum kvefsótt- um, sem á þessari öld gjörast alltíðar, þá er svarið þetta: Flýtið ykkur, landar, að fjölga læknum, allt hvað kostur er á, því það megið þið vita, að allir hinir nýjari stjórnendur álíta það hið stærsta ríkidæmi,

x

Heilbrigðistíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðistíðindi
https://timarit.is/publication/94

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.