Fréttir frá Íslandi - 01.01.1873, Blaðsíða 24
24
ATViNNUVEGIli.
anförnum árum, hafa enn staSið í góSu gengi, og önnur ný verið mynduð.
Eptir ágizkun er fje Jiað, sem ná er lagt í verzlunarfjelög, nálægt 150000
rd. Um framkvæmdir hinna einstöku verzlunarfjelaga skal hjer fljótt yfir
farið. Gránufjelagið hefur jafnan haft bezt almenningstraust af öll-
um hinum innlendu verzlunarfjelögum, enda hefur verzlun jiess að flestu
leyti gengið ágætlega, og fjelagið allajafna staðið í beztu skilum við alla
hlutaðeigendur. Fyrir næstliðið ár var fjelagsmönnum úthlutað sem ágóða
6% af eign Jeirra í fjelagshlutum. Eigi að síðnr kom kurr nokkur í suma
fjelagsmenn útaf samningi nokkrum, er framkvæmdarstjóri fjelagsins hafði
gjört við Englendinga um fjenaðarsölu. Tildrög þessa samnings voru þau,
að nokkrir pingeyingar, Eyfirðingar og Skagfirðingar höfðu fengið mann
til að semja fyrir þeirra hönd við Englendinga um sölu á sauðfje, hestum
og nautgripum, en hann fjekk aptur framkvæmdarstjóra Gránufjelagsins,
er þá fór til Englands, umboð til þess af sinni hendi; hann tók við um-
boðinu, og fjekk á Englandi gjörðan samning um sölu á 200 hestum og
3000 sauðum; samning jþennan gjörði hann í nafni Gránufjelagsins, með
pví að hann var eingöngu í þess erindum og einnig sökum þess, að fjár-
eigendurnir höfðu lofað talsverðum umboðslaunum, er hann ætlaðist til að
íjelagið fengi. Eigi verður annað séð, en að samningur þessi hafi verið vel
viðunanlegur fyrir alla hlutaðeigendur, en eigi að síður varð liann þó að
nokkru leyti til að spilla fyrir fjelaginu, þar eð verð á hestum varð seinna
um sumarið miklum mun meira en framkvæmdarstjóri fjelagsins hafðiget-
að búizt við. Svo hafði og verið um samið, að skip eitt frá Skotlandi
skyldi í byrjun septembermánaðar koma áAlmreyri og sœkja Jiangað 1100
sauði; skipið kom 10 dögum seinna en ákveðið var, tók að eins 890 sauði,
og ljet af þeim 190 óborgaða; 210 skildi það eptir. petta voru beinustu
samningsrof af hálfu kaupanda, með pví að hann hafði skuldbundið sig til
að taka allt fjeð og greiða borgun fyrir pað þá þegar; en af þessu leiddi,
að Gránufjelagið gat ekki að svo komnu staðið í skilum með allt andvirði
sauðanna sem eðlilegt var. petta notuðu óvildarmenn fjelagsins til að
kasta skugga á það, en eigi er þó svo að sjá sem það hafi orðið því noklc-
ur verulegur hnekkir, og sjálfsagt þykir, að það fái fulla uppreisn sinna
mála. Gránufjelagið keypti næstliðið ár nokkur timburhús á Seyðisflrði,
og flutti eitt þeirra á Oddeyri, þar sem fj elagið hefur fasta verzlun. Marg-
ir gengu enn í fjelagið, og þar á meðal einkum Austur-Skaptfellingar, er
buðust til að leggja fram talsvert fje, ef fjelagið verzlaði á Papós. —
Fjelagsverzlunin við Húnafióa hefur talsvert eflzt næstliðið
ár og gengið allgreiðlega. Margir gengu í 5 ára samninginn, eða hjetu
því að verzla eingöngu við fjelagið í 5 ár; en eigi að síður hefur engan
veginn tekizt að ná tilganginum með þessum 5 ára samningi, eða því, að
bola með öllu burtu verzlun danskra kaupmanna; til þess erfjelagið, þrátt
fyrir allan viðgang þess, allt of magnlítið, því að oigi hafa enn svo margir
gengið í fjelagið, að það hafi getað sjeð fyrir fullnógum vörubirgðum. Auk
Ilúnvetninga og SkagfirÖinga hafa nú margir Mýramenn og Borgfirðingar