Tíminn - 30.05.1872, Blaðsíða 1

Tíminn - 30.05.1872, Blaðsíða 1
11.—12. blað. 1872. MIMM 9 Reykjavík 30. maí. HEIÐRUÐU KAUPENDUR «TÍMANS!» Jeg skal eigi hafa langan nje snjallan forraála, landar góðir, sem opt er vani, þá tímarit byrja, eða nýjir ábyrgðarmenn takast blaðastarfa á hend- ur, heldur einungis geta þess, að fyrverandi á- byrgðarmaður blaðsins «Tímans» Jónas Sveinsson, hafði vistaskipti á krossmessunni, sem aðrir góðir menn, og sagði um leið af sjer ábyrgð biaðsins, og afsalaði mjer og nokkrum öðrum það í hend- ur; nú er svo komið, að það hefir orðið hlutfall mitt, að takast ábyrgð þess á hendur, svo blaðið gæti haldið áfram eptir sem áður, þar það hefir fengið góðar viðtökur hjálandsmönnum, jeg vonast því góðs til þeirra, að þeir muni eigi fyrir ábyrgðar- manns skiptin, snúa bakinu við því, heldur styðja það og efla, með góðum og greiðum skilum, fræðandi ritgjörðum, lagaðar eptir stærð þess og hæfi. Með þeirri von, og því trausti, að þjer virðið viðleitni mína á betri veg, og öll vansmíði, í þessu mjer óvana og vandasama verki,sendi jeg «Tímann'> út til yðar kæru landar, því undir ykkur er komið líf hans og dauði, en jeg mun leitast við eptir megni að gjöra það sem í minu valdi stendur, þó eigi kunni jeg að verða svo heppinn að öllum líki, því sínum augum lítur hver á silfrið. Páll Eyjúlfsson, gullsmiður. — Gufuskip verzlunar«samlagsins» norðmanna í Bergen, «Jón Sigurðsson», kom til Reykja- víkur 25. þ. m., kl. 4 e. m., fermt ýmsum vörum, 370 tons, skipherra Adara W. Miiller. Með því komu þessir íslendingar: E. Egilsen, factor norsku verzlunarinnar hjer. P. Eggerz á Borðeyri. Hallur Ásgrímsson frá Grænlandi, hann kvað ætla að verða faetor á Borðeyri, fyrir verzl- unarfjel. Húnvetninga. Slúdentarnir Jón Jónsson frá Víðidalstungu, og Jón Jónsson fráMelum. Hafliði í Svefneyjum, Sölfi Thorsteinssen, verzlunarmaður á ísafirði og Jón Jónsson frá Ökrum í Mýrasýslu. Enn fremur komu 4 þjóðverskir lúðurþeytar- ar, er sýna vilja íþrótt sína fyrir peninga: Theo- dor Cöster, Jacob og Peter Gillemann og Jóhann- es Nargel; einnig kom hingað danskur? bakari, sem heíir f hyggju að setjast hjer að. Skipið fór hjeðan aptur til Hafnarfjarðar, 26. þ. m., þaðan á það að fara til Stykkishólms, ísa- fjarðar, Borðeyrar og Grafaróss, með ýmsar verzl- unarvörur, og síðan aptur til Noregs. FRAMFÖR OG FRAMFARAVON. Af því, að nokkrir höfðingjar og heiðursmenn hjer í staðnum, hafa nú, — auk annars — orðið til þess, að stofna hjer sparnaðar- eður «spari- sjóð», af hverju fyrirtæki þeirra, flestir munu vænta góðs árangurs, þá leyfum við oss, að vekja máls á, hvort gagn mætti verða að því, ef að hefðarfrúr og aðrar sæmdarkvinnur hjer í staðn- um, tækju sig saman, til að hafa eptirlit á innan- húss-kringumstæðum og «bæjarbrag» með fleiru þar að lútandi, hjer í staðnum; slíkt eptirlit er i mörgum stöðum erlendis tíðkanlegt, og hefir haft hinar beztuafleiðingar; það hefir haft heillavænleg og betrandi áhrif á kjör bágstaddra, heiðvirðra for- eldra og barna þeirra, og blessunarríka verkun á þeim heimilum, hvar óeining, óþrifnaður, og aðr- ar óreglur hafa átt sjer stað. Það er efnisrík og mikil gleði hinum fátæku og bágstöddu, að vita að hinir æðri, og sem vegnar iíka betur, taka innilega hlutdeild í kjörum iþeirra; að þeir vitja þeirra persónulega á ákveðnum tímum, leggja þeim góð ráð, og svo að segja taka þannig hlutdeild í sorg og gleði þeirra o. s. frv. Því umhyggju-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/96

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.