Tíminn - 30.05.1872, Blaðsíða 3
47
fengið slæmt uppeldi verið kvaldir fram í andlegu
og líkamlegu volæði, öðlast aldrei hvorki líkams
eða sálarþrek til að standa í stöðu sinni, en segja:
«Vjer þurfum ekki að vinna, vjer getum gipst, lif-
að og látið eins og vjer viljum, sá sem á nokkuð
til skal sjá fyrir okkur». Þetta er viðkvæðið, og
það verður eigi af sjer borið, að vjer sjálflr eig-
um sök á því að svo er komið, af því að vjer
höf'um innleitt hjá oss í sveitastjórn vorri, aðrar
skoðanir um fátækra forsorgun en sem rjettar eru.
Börn og gamalmenni, sá sem af ýtrasta megni
ekki getur flrrt sig því að komast á sveit, eður
sem verður fyrir óhöppum og ógæfu, á rjett til að
fá styrk, en aðrir ekki.
Vjer verðum að hætta við þá mannúð eða
eða rjettara sagt, skeytingarleysi er hingað til hefir
verið svo almennt, með að fylgja ekki hinni rjettu
eða þessari grundvallarreglu, og vjer getum aldrei
betur byrjað að ganga hinn rjetta veg, en þegar
hin nýju sveitastjórnarlög komast á, og þess vegna
eigum vjer að fagna því að fá ný sveitastjórnar-
lög, því það verður að vera í voru eigin valdi að
gefa þeim rjetta stefnu og framkvæmd, er þau í
öllu gefa oss svo mikið frelsi í sveitamálefnum
sem verða má.
Landinu er engin hætta búin í viðbót við hin
nýju sveitastjórnarlög, þó að brennivínið verði
dýrt, þó að vjer fáum betri póstgöngur en áður,
búnaðarskóla, m. fl., heldur ekki þó heyrnar- og
og málleysingjum verði kennt hjá oss.
Sjer hver góðnr íslendingur ætti að venja
sig og aðra á sannan drengskap, og að stunda fram-
farir sjálfs sín og landsins, en gjöra aldrei það
sem honum sjálfum og þjóðinni rná vera til van-
sóma. «Með lögum skal land byggja en ólög-
um eyða».
HUGVEKJA.
í*að er eitt af nauðsynjum þjóðarinnar að á-
kveðnir gistingar-og veitingarstaðir væru á landi
hjer, sömuleiðis áfangastaðir, við fjallgarða, öræfi
og eyðisanda, fyrir ferðamenn, hvar þeim væri lát-
ið í tje fyrir ákveðið verð, rúm, matur, aðhjúkrun
og hey handa hestum, eftir því sem á stendur.
í*að yrði hjer oflangt mál að teija upp alla þá
staði sem hentugastir væru, nefndir þær er sett-
ar mundu verða, ef málefni þessu yrði framgengt
og því á annað borð gaumur gefinn, hlytu að á-
kveða þá, hver í sínum verkahring.
í samband við þetta viljum vjer setja
Sœluhús og Vörður á fjallvegum og óbygðum,
hvar þjóðvegur liggur yfir, og nauðsyn krefur að
þau værn sett, því vjer heyrum árlega í blöðunum,
að menn farast úti í vetrar hríðum og frosti, sök-
um þess að ekkert er þeim til leiðbeiningar, og
ekkert skýli tíl að flýja í. Sæluhúsunum ætti að
fylgja rúm og hálmdýnur lítið eitt af matvælum
og eldfærum. Vörðurnar háfar og vel hlaðnar,
sökum snjódýptar og storma; áttamerki þyrftu þær
að hafa til leiðbeiningar hinum viltu, svo þeir
snjeru af villu síns vegar. En til að koma þessu
á fót, ætti hið opinbera að sjá um, eða þjóðvega
gjaldið, því þetta er ein grein þjóðveganna sem
alþíngi hefir gleymst að ræða um, og eigi síður
er áríðandi en góðir sumarvegir. Vjer vonum að
þing og þjóð, taki þessar fáu línur til yfirvegun-
ar og komi því á rjettan veg, svo blöðin kveði
sjaldnar dauða óð eptir helfrosna menn, hjer eptir
en hingað til.
PRJÓNAVJEL.
í 9. ári «N.fara» 1870, 30. bls., er grein
nokkur um prjónavjel og nauðsyn hennar, en
því er ver að vjer höfum eigi heyrt þess getið,
að neinn hafi tekið hana upp og fært sjer í nyt,
nje borið árangur. Samt viljum vjer benda lönd-
um vorum á aðra vinnu vjel, sem að sínu leyti er
alteins ómissandi, til flýtirs og framfara í verkn-
aði, og það er sawnavjelin, sem farin er töluvert
að tíðkast hjá heldri konum hjer í Reykjavík, en
sökum vanþekkingar vorrar á henni, viljum vjer
gefa þeim rúm í «Tímanum», er finna hjá sjer
köllun og þekkingu til að rita um liana almenn-
ingi til leiðbeiningar.