Tíminn - 30.05.1872, Blaðsíða 7

Tíminn - 30.05.1872, Blaðsíða 7
51 aðgæta þegar 1 kvartil tungls sjest á himni, eða síðasta kvartil þess, sem er allt hið sama, t. d. set jeg á mig þann dag, sem jeg sje fyrsta og seinasta kvartil tungls á himni, af því þekkjast eyktamörkin. t*ví að ætíð skuln 6 stundir milli sólar og tungls þann sama dag er kvartilaskiptin eru, svo þá sól er í hádegisstað, á 1. kvartili tungls, þá er það í miðsmorguns stað. Sjáist sól á 1. kvartili tungls í nónstað, þá er það í dag- málastað, o. s. frv. Sjáist tungl í hádegisstað á 1. kvartili þess, þá er sól í miðsmorgunsstað, eð- ur kl. 6. t’á tungl er í nónstað, er sól í dagmála- stað. Beri út af því sem hjer er sagt, þá eru eigi rjett eyktamörk haldin, en beri saman, eru þau rjett. SCMARKOMA. Vetrinum burtu vorið svipti að vanda sínum, en oss í vil hefir nú foidin fataskipti og fer í hin beztu, er á hún til. Litur breylist því líf er nýtt landið er grænt, en var þó hvítt. 2. Nú eru skip úr naustum dregin, nú byrjar sumar gæftum með; nú er landbóndi líka feginn og lætur ekki hýsa fjeð; ei þarf hann heldur að orna sjer því úti nógur hitinn er. 3. Lífið sem áður lá í dái lifnar nú við og hreifir sig ást guðs af hverju streymir strái og straumar þeir verða að hreifa sig, þú veizt það iíka vinur minn! að vorblóminn fær á anda þinn 4. því skal oss fyrst það verða að vegi í vor, úr því að jörð er þíð og sóleyjar glóa á grænum teigi en grösin marglit í hverri hlíð að fara og skoða hin fögru hnoss er faðir náttúru býður oss. 5. Því skulum vjer í skógarrunnum skoða hvað lífið fagurt er, svo að vjer líka líta kunnum fyrst iaufin visna og blóminn þver, ei ber með von um langa leið að leggja út á mjög óvíst skeið. 6. Opt kemur dauði og aldur stittir ekki neitt hann um blóma spyr. Allt ræðst hann á, sem að hann hittir eins ber á kots- og hallardyr. Vinnnm því það sem vinna ber því vinnutíminn stuttur er. ÁGRIP AF FRJETTUM verður stutt í blaði þessu, því hjer er allt tíðinda- lítið, og ferðir fáar lengra að. Síðan «Tíminn» kom út seinast, hefir mátt heita hjer sunnanlands stillt veðurátta, en fremur köld, sökum hafíshroða sem enn er sagður liggja við norðuriand. Nætur- frost voru hjer allt að 3—4°, bæði kringum hinn 9. og 18. þ. m. hefir því gróður farið lítið fram, þar til vikuna sem leið, er veðuráttunni brá til vestanáttar með hægri úrkomu. Fiskilítið er talið af suðurnesjum, en hjer á Seltjarnarnesi hafa sumir aflað allvel af ísu eptir það þeir tóku upp lóðir. Þessergetið eptir útlendum blöðum, að múr- meistarar og ýmsir aðrir handiðnamenn hafi gjört upphlaup í Kaupm.h. og skríllinn hafieinnig fylgst með, því þeir vilja vera einráðir með vinnubrögð, daglaun og frjálsræði, en upphlaup þetta var sefað brátt aptur. MANNALÁT. Veturinn 1870, blaut presturinn til Möðru- vallaklausturs, síra Þórður Jónassen, að sjá á bak ástkærri eiginkonu og efnilegri einkadóttir, og nú 24. þ. m. andaðist hjer eptir langa sjúkdómslegu,

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/96

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.