Tíminn - 30.05.1872, Blaðsíða 5
49
FYRIRSPURN.
J>ar sem herra Dr. J. Hjaltalín í «Heilbrigðis-
tíðindum» sínum, varar oss íslendinga við hinum
miklu og skaðlegu kaffi-kaupum, sem aldrei er of
gjört, og þar með áminnir oss að nota okkar eig-
in jurtir svo sem blóðberg o. s. frv. til að drekka
af, þegar þau fara að lifna með vorinu, en þá
viljum vjer nú spyrja herra landlæknirinn um: eig-
um vjer þá ekkert að drekka að vetrinum, þar
liann hefir ekki enn kennt oss að verka þessi
grös frá sumrinu og geyma til vetrarins, vjer rit-
um þetta í þeim tilgangi að hann nú komi með
grein um hirðingu slíkra grasa, eins og honum
mun verða ljúft þar hann vill oss mikið vel í
þessu atriði sem fleirum.
apað er bezt að sníða sjer staltli eptir vexti».
Vjer íslendingar erum fátæk þjóð, sem allir
vita; það má líka játa það, en þó má kenna oss
að miklu leyti um örbyrgð þá, er á oss hvílir; það
er nú eitt meðal annars, sem eyðir efnum vorum,
sem vjer tökum eptir útlendri venju, nfl. sumt
kaupslaðarlífið, sem komið er inn hjá oss, í ýms-
um greinum, og þessi útlendi sælkeraháttur; þetta
mun þykja harðorðað, en týna má til ýms dæmi
til sönnunar; það er eitt: að konur og karlar af
bændastjett, handiðnamenn, og enda fleiri á sama
stigi, vilja klæðast úllendum búningi, haldlitlum
og óhollum eptir loptslagi voru, og í annan stað
svo afkáralega að slíkt er til athlægis; þar næst
má telja: heimboð sí og æ, og daglegt ráp hver
til annars, sem eigi leiðir annað af sjer, en of-
neyzlu í kaffi og áfengnm drykkjum, iðjuleysi og
þreytu fyrir þá, er að því eiga að standa, þvt allt
verður að vera á reiðuin höndum, borðbúnaðttr og
annað, er til þess heyrir, er eigi kostar svo lílið,
ef allt skal líkjast kaupstaða«móð» og útlendum;
þetta tjáir eigi hjá oss, þar sem allt þarf að spara
og færa sjer hin litlu efni sem hyggilegast í nyt,
og verja hverri stundu til að iðja eitlhvað þarft,
en hvíldardeginum til andlegrar og líkamlegrar
endurnæringar.
Af þessu litla, af möt'gti, vil jeg í bróð-
erni ráða ykkur kæru landar! «til að sníða yður
stakk eptir vexti».
Bróðurlegur vandlœtari.
ELDGOS ÚR VESÚV 1872.
(Eptir norskum blöðum).
Eldfjallið Vesúv liggur á Suður-ftalíu, skammt
fyrir sunnan og austan borgina Neapel; það er
3800 feta hátt. Það gaus hið fyrsta sinn árið 79
e. Iír. Síðan hjelt það áfram að gjósa öðru hverju
allt fram að 1200. í*á varð hlje á eldgosunum um
400 ár. Eptir 1600 tók fjallið aptur að gjósa, og
síðan hefir það haldið því áfram við og við fram
á vora daga. Sum af eldgosum Vesúvs hafa verið
hin mestu eldgos, er menn hafa sögttr af, og hafa
valdið afarmiklu tjóni, einkum gosin á árunum79,
1631, 1794 og 1861.
Síðan 1867 hafa verið sífelld eldsumbrot í
Vesúv; hafa menn jafnan um daga sjeð reykjar-
mökk mikinn yflr gýgnum, en eldstöpul um næt-
ur; en eldstöpull þessi hefir ei annað verið en
reykjarmökkurinn, er borið hefirbjarmaá í dimm-
unni af eldinum niðri f fjallinu. Næstliðinn vetur
hafa eldsumbrot þessi farið mjög í vöxt, og hafa
menn þótst sjá ýms merki þess, að innan skamms
væri eldgos í vændum; þetta rættist og; nóttina milli
þess 24. og 25. f. mán. tók fjallið að gjósa ákaf-
lega; um morguninn (á sumardaginn fyrsta), stóð
fjallið allt í björtu báli, og eldflóðið rann niður í
allar áltir; hjelzt gosið þann dag allan, og svo
nóttina. Hinn næsta dag var gosið enn ákafara,
og fór sívaxandi allt til kvelds; urðu þá jarðskjálft-
ar miklir, og ógurlegar dunur heyrðust í jörðu
niðri margar mílur á braut þaðan. Eidflóðið
stefndi nú í suðvestur, að sjó fram, og var hin
mesta hætta búin bæjunum Portici, Resina, Torre
del Greco og Torre dell’Annunciata, er liggjaþar
milli fjalls og fjöru; tóku íbúar bæja þessara og
hjeraðanna þar t' grennd, óðum að flýja. Þegar
síðast spurðist (að kveldi hins sama dags) höfðu