Tíminn - 30.05.1872, Blaðsíða 6
50
200 manna beðið bana í eldhlaupinu, hættan fór
vaxandi, og allir vegir voru fullir af ftóttamönnum1.
KEISARINN í JAPAN.
«Berlingatíðindin-> af 12. apríl þ. á. færa les-
endum sínum smávegis um lifnaðarhátt Mikadoens,
stórhöfðingjans eða keisarans í Japan. Hann rís
árla upp á morgnana kl. 7, og sest við að lesa
Japanska rithöfunda, sem honum eru útþýddir af
hinum lærðaFukuha. fá kl. er 7 e. m. les hann mál
Norðurálfubúa og bókmenntir þeirra, kennari hans
í þessum greinum er einn lærður Katto. Landa-
fræði og eðlisfræði eru hans uppáhaldsgreinir,
sem hann les, þar til hans tími kemur að taka
sæti í stjórnarráðinu. Um miðjan dag ríður hann
út eptir fastri reglu, og opt gengur hann einnig
út,íkringum bæinn Yeddos en ætíð í dularbúningi.
Á kveldin les hann Sínverska rithöfunda, og safn-
ast þá opt saman til hans lærdómsmenn og fróð-
leiksvinir. Hann er 21 árs að aldri, rammur að
afli, heilsugóður, og í andlitsfalli ólíkur Japans-
mönnum, því hann er grannleitari; hann gengur
enníbúning þjóðar sinnar, en innan skamms mun
mega telja víst, að hann taki upp búning norður-
álfumanna. Með hans tilhlutun og styrk fara nú
í ár til norðurálfunnar, bæði karlar og konur, til
að kynna sjer menntun þeirra, siði og aðra hátt-
semi.
— Hár aldur. í Östermaire andaðist næstlið-
inn vetur 23. febr., hin elzta kona í Danmörku
Karen að nafni, kölluð «Stive Karen», því hún
hafði þá atvinnu að þvo og stífa fyrir fólk. Hún
var 104 ára, 5 mánaða og 17 daga, fædd 6. októ-
ber 1767. Um sextugt, gaf hún með sjer200rd., er
hún hafði saman dregið, en þeir nægðu eigi, svo
að hún fjekk sveitarstyrk 4—5 seinustu árin;
nokkur ár var hún blind, en daglega prjónaði hún,
1) þa& er athngavert, aí> fám dégum áílur en eldgos þetta
hófst, vorn hinir miklu jarþskjálftar i pingeyjarsýsln (17.—20.
f. m ), og er mjög líklegt, at) hvorttveggja standi í sambandi
sín á milli, þrátt fyrir fjarlægbina.
nema seinasta árið, þá var hún orðin svo sljóf og
tilönningarlítil, til þess tíma hafði hún gott minni.
Hún giptist aldrei, lifði rólegu og reglusömu lífl.
FRÁ EINARI Á MÆLIFELLI.
Hann var fæddur 1784, faðir hans hjet Bjarni,
er ættaður var fráJóni «rauðbrota«, og af «Aðal-
bólsætt». Á 3.aldursári fjekk hann áfelli af hundsbiti,
svoaðhann skemmdist á tveim fingrum hægri hand-
ar næst þumalfingri, svo hann varð aldrei heill á
þeim; hann ólst upp hjá móður sinni þar til hún
deyði 1807, fór hann þá í vistir og vann optast
öðrum, lengi var hann fyrirvinna hjá ekkjunni
Sigurlögu Bjarnadóttur. I’á hann var ungur,
bauðst honum skólakennsla, og vildi móðir hans
það, en aðrir ættingjar hans löttu þess, og fórst
það fyrir. Á tvítugs aldri fór hann fyrst að lesa
og skrifa, en átti þó bágt með það, sökum flngr-
anna, ritaði þó stórhreinlega og læsilega hönd.
Eptir 1810 fór hann að safna að sjer ýmsum
sögum og fornfræðum, ritaði svo upp á kveldum
og helgidaganóttum, einkum voru það allar óprent-
aðar íslendingasögur, sögur Noregskonunga, J»jóð-
verja og Dana, er Espólín hafði þýtt á íslenzku,
ýmsa rímnallokka, og annað fleira, hann var skáld-
mæltur vel og fræðimaður, harðgjörr og staðfast-
ur í lund; hann dó örvasa og þreyttur í september
á Hömrum í Tungusveit árið 1856, 72 ára. Hann
eptirljet sjer 1 son, Guðmund, er lengi var sýslu-
skrifari í Húnavatns- og Hegranesþingi, og dó í
janúar árið 1865. Hafði hann áður geíið bók-
menntafjelagsdeildinni í Reykjavík alit bókasafn
sitt, prentað og óprentað.
Einar safnaði til og ritaði upp ágrip af «Fræði-
mannatali á Islandi». Kvað rímur af Geirald og
Hjeöni «langa», Eandver «fríða» og Ermengerði,
1833, 7 talsins, og af Tryggva Karlssyni fram í
miðja sögu.
REGLA
að þekkja eyktamörk af sólu og tungli.
Þeir sem vilja þekkja rjett eyktamörk, skulu