Tíminn - 16.08.1872, Blaðsíða 2

Tíminn - 16.08.1872, Blaðsíða 2
74 lagsins, að styrkja hvern einn til að stunda sera bezt köllun sína, þá vil jeg gjarnan vera í fjelaginu. Geti þeir þar að auki sýnt mjer nokkrar líkur til að vjer, raeð því að skjóta fje saraan, getum fengið umhyggjusama og atkvæða mikla stjórn í hverjum hreppi, hverri sýslu og hverju amti og á landinu öllu þá vit jeg vera fje- lagslimur. þá vil jeg eigi kosta fje til þess, að þingið fái löggjafarvald og fjárforræði, efþað feng- ist með fje. Vilji þeir útvega bókmenntafjelaginu sem mesta peninga ogsjá um, að þeim sje varið til að gefa út bækur, sem löndum mínum er sann- ur fróðleikur í, en ekki til að auka atvinnu ein- stakra manna, þá álit jeg þá gjöra vel. Vilji þeir koma þeim, sem stunda bóknám til að gera það af kappi, en ekki verða starfsveinar stjórnmála- bygginga en láta útlenda menn setjast í embætti landsins, opt því til lítilla þrifa, þá vil jeg vera þeim þakklátur. Vísindi og mentun verð jeg að álíta aðalskilyrði fyrir allri þjóðvináttu, og þó um það væri að ræða, «að vinna landið undan kónginum*. Jeg veit ekki nema það geti heitið þjóðvinátta, að skotið sje saman fje, sem einstöku menn geti gripið til í vandræðum, þó virðist mjer það fremnr meiga heita mannvinátta. Hitt álít jeg samt meiri þjóðvináttu, að skjóta saman fje til al- mennra stofnana, einkum alþýðu til menntunar. I*ar á móti er jeg ráðinn í því, að álíta það ekki þjóðvináttu, að reita peninga á íslandi eins og það núna er statt til þess að setja á vöxtu í öðrum löndum, án þess að hafa vissu fyrir að það komi landsbúum að liði. Jeg hefi þekkt bænd- ur nokkra, sem ekki hafa hugsað mikið um heimili sitt og ekki gjört því mikið til gagns, en þar á móti opt rætt um hreppsins gagn og nauðsynjar — þeir hafa og jafnan þurft þess, að hreppurinn stæði sigvel — en ekki hefljeggetað álitið þessa eins mikla hreppsvini og hina, sem voru öðrum til fyrirmyndará búi sínu og stoð hreppsins. Jeg veit að Guðsríki er hvorki matur nje drykkur, en jeg hefi einlægt haldið að þetta neimsríki þyrfti mat og drykk. Jeg held líka að þjóðvinirnir sjeu mjer samdóma í þessu, því jeg hefi nýlega sjeð einn þeirra biðja um svíns flesk og ýmislegt matar- kyns fyrir 10 rd. gefna í þjóðvinar nafni. Jeg held mig nú hafa sagt nóg til þess, að þjóðvinirnir viti, hvort þeir geti notað mig eða ei. Geti þeir notað mig þá er jeg fús. Geti þeir kennt mjer rjettar hugmyndir um þjóðvináttu, þá vil jeg vera þeim þakklátur. Satt að segja hefl jeg ei hugsað hærra en það til þessa, að reyna að verða að liði þeim, sem jeg hefl bezt getað náð til, en gæti jeg náð til fleiri þær stundir, sera jeg kann að eiga ólifaðar, þá væri mjer það líka kært. Görinm, 30. maí. 1871. Pórcirinn Böðvarsson. KVIIÍFJÁRSALA OG TOLLURINN'. í þessa árs Þjóðólfi bls. 125 er skýrt fráþví, hve mjög hross vor Isiendinga hafa hækkað í verði síðan í fyrra, og að Englendingar, sem byrjuðu hjer hrossaverzlun fyrstir, og bezt hafa gengið fram í því að koma hrossunum í hátt verð, sjeu nú farnir að kaupa annan búpening bæði naut- gripi og sauði, sem þeir einnig gefa fullt eins vel eða betur fyrir, en nokkru sinni áður hefir verið, og munu þó boð þau fremur hækka með tímanum, líkt og í hrossin ef verzlun sú getur blómgast. Vjer ætlum nú að öll þessi fjöruga verzlun sjeu gleðileg teikn, en það er öðru máli að gegna með Þjóðólf, því í áður nefndri grein kvartar hann sárt yflr þessum ósköpum, og ráð- leggur eindregið að tolla þessa vöru, svo yfirvof- andi hættu verði afstýrt. En þó nú Þjóðólfurberi almenningsálit og almennar áskoranir æðri og lægri fyrir sig í þessu, verðum vjer samt að álíta að allt þetta fát sem á hann kemur út af verzlun þessari, sje ekki einungis ástæðulaust, heldursýni að sá sem ritað hefir, hefir of litla hugmynd um verzlunarmál til þess að rita eða ræða um þau. Þjóðólfur álítur að landið verði íjenaðarlaust, og 1) J><5 a?> „Tíminn“ hafl ííiur haft á móti ótakmarka?)ri kvikfjársúla út af laridian, þá gefur hanu samt greiu þessari rúm, tii þess aþ múunum geflst kostur ab heyra báha máls- parta. t5tg.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/96

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.