Tíminn - 16.08.1872, Blaðsíða 3

Tíminn - 16.08.1872, Blaðsíða 3
75 byggir þetta á reynslunni með hrossasöluna; en hverja hefir hrossasalan gjört hrossalausa? Sjálf- sagt ekki aðra enn þá sem ekki hafa kunnað að færa sjer hana í nyt, aptur hafa margir auðgast á henni, og það er enginn efi á því að hrossa- salan er eitt af því sem varðveitt hefir oss Is- lendinga frá harðæri og hungurdauða hin síðari hörðu ár, það er hún sem hefir gjört mönnum mögulegt að standa í lögskilum við yfirvöldin, því hún hefir verið hinn eini peningabrunnur vor, og þaðan höfum vjer ausið mörgum mörgum þúsund- um dala, sem aptur hafa runnið í ýmsar áttir einnig fyrir Þjóðólf, sem sjálfsagt á það hrossasölunni mest og bezt að þakka, að hann hefir verið keypt- ur og vjer haldið lífi í hontim fram á þennan dag. þennan peningabrunn vorn íslendinga vili nú Þjóð- ólfur fylla upp með tollálögum, og það með því fagra yfirskyni, að það sje gjört einungis af um- hyggju fyrir velferð landsins einkum bændanna. En getur þetta verið svo? Það er auðvitað, að það er hægt að nota illa allt frelsi og alla frjálsa verzlun, en vjer sjáum ekki, að verzlun með lif- andi fjenað sje meiri hættu bundin en hver önnur. Þegar t. a. m. ull er í háu verði, er mjög hætt við, að menn gangi of nærri vinnu ullinni, og af því leiðir nekt, iðjuleysi og ótal fleira illt. Þegar fiskur er vel borgaður, er hætt víð að menn reiði lítið heim af honum, það getur og haft vondar afleiðingar, sje illa að farið og fyrir fiskverðið tekið glingur og óþarfi; hvað er hættulegra eða verra að selja kjöt en fisk, hvað er verra eða skaðlegra að selja lifandi skepnur en að reka fjenað til slát- urs og útflutnings? Jeg spyr að eins um það, hvernig skepnan, sem jeg ætla að selja verði mjer arðmest, og hafi jeg vit á að sjá það, er mjer nóg. Af fjenaðarverzlun eins allri verzlun, getur leitt og hlýtur að leiða, að óráðsmaðurinn skaðar sig á henni, en ætti að gefa út öll þau lög, sem öptruðu öllum óráðs- og svallmönnum frá að gjöra sjer þesskonar tjón, þá hefði alþingi verið nær að hafa ekki eins mikið og það hafði fyrir því, að útvega okkur verzlunarfrelsi. fað er annars hörmu- legt að sá maður, sem mikið hefir starfað að því velferðarmáli vor íslendinga skuli verða fyrstur til að rísa upp öndverður móti því, leggja þann sleggjudóm á landa sína í einni heild, að þeir kunni ekki að nota það, og heimta tolla til að hepta það, já það svo fljótt að ekki má bíða eptir áliti alþingis. Ekki vænti jeg honum sýndist að gefa út þessi tolllög áður en vanaleg skurðartíð byrjar í Reykjavík, því oss virðist að helzta tjónið sem risið getur af verzlun þessari sje það, að Reykjavíkurbúum kunni að verða kjötið fyrir það dýrara, og þetta gæti svo orðið öllu landinu að því leyti tilfinnanlegt, sem mjer þykir trúlegt, að þjóðólfur hækkaði í verði, ef ritstjóri hans yrði að snæða afardýrt kjöt, því við það stæði hann sig ekki maðurinn, næði hann hvergi hallanum frá; en þetta vil jeg heldur en toll, því hann vil jeg sízt af öllu. Jeg játa það að margir kunna að glæpast á fjenaðarverzluninni rjett fyrst í stað, þó fáir ráðmenn, en það er aptur óneitanlegt að hún er mjög mikil framför. Bún er hin sterkasta hvöt fyrir bóndan til atorku og dugnaðar, því ekkert sýnir oss betur en hún, að það er ábatasamt, að aia upp fjenað, og ábatavonin ætti að gefa oss þrek og dug, og verzlun þessi ætti og að hvetja menn til að vanda sem bezt uppeldi á öllum fjen- aði svo hann verði sem útgengilegastur og nemi sem mestu verði, og væri víst nær fyrir Þjóðólf að benda mönnum á ýms ráð til þessa, en að heimta þennan illa og óeðlilega toll, sem að voru áliti að eins heptir hina blómlegustu og ábata- mestu verzlun vor íslendinga, og gengur það næst því sem sagt er, að einn Reykjavíkurmaður hafi borið upp á síðasta þingi, þegar hann vildi leggja toll á útflutt kjöt, svo það yrði þeim í Reykjavík ekki of dýrt og á útflutt hross vegna skóleðurs- eklu við sjóinn. í*að er innileg ósk vor að fjen- aðarverzlun vor íslendinga blómgist æ betur og betur, og teljum vjer það víst, að það verði landi voru hinn mesti hagur, og það því meiri sem þeir læra betur að færa sjer verzlunina í nyt, og leggja meiri stund á að hafa nógan og góðan fjenað að

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/96

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.