Tíminn - 16.08.1872, Page 5

Tíminn - 16.08.1872, Page 5
77 IJR BRJEFI. í>ú baðst mig seiúast, að skýra fyrir þjer, hversvegna jeg áliti skaðlegt fyrir landið, að lif- andi peningur væri íluttur útúr því, og skal jeg þá í stuttu máli telja upp hið helzta illa, semjeg held að slík sala hafi í för með sjer, en jeg get samt ekki verið að sanna þetta hjer nákvæmlega, heldur að eins minnast á helztu ástæðurnar fyrir þessu áliti minu, og lofa þjer svo sjálfuin að prófa þær. En fyrirfram vil jeg geta þess, aðjeg álít hóflega hestasölu ekki skaðlega fyrir þá bænd- ur, þar sem útigangur er góður, og menn geta átt stóð, sjer að kostnaðarlitlu, svo lengi sem hestasalan ekki er viðkomu stóðsins til hnekkis, eins er það, að jeg álít mikla kjötsöluút úr land- inu, því til stórs skaða, eðaað kjötsje látið ganga, sem kaupmannseyrir út úr landi, sem ekki er rík- ara af matvælum enn land vort er. Nú skal jeg þá telja hjer upp hinar helztu illu afleiðingar af því fyrir landið, sem jeg held, að sala arðpenings- ins út úr því, hafi fyrir það. 1. Virðist mjer það liggja í augum uppi, að því meira af vel höldnum arðpeningi, sem sveita- bóndinn á, því betra á hann í búi, og því meiri er velmegun hans, og því minna sem hann á af arðpeningi, því meiri búsvelta verður að vera hjá honum, kjarninn fer út úr búinu, og fólkið verð- ur kveifarlegt til vinnu, og því bágra verður hon- um að ganga, ef hann hefir ekki annað að styðjast við enn búið. Þetta sannar og reynslan bezt, því hverjum líður illa þeim sveitabónda, sem hefir stórt bú og mikinn pening, og er maður til að sjá um bú sitt? Og þegar menn nú líta á hags- muni lands vors yfir höfuð, þá virðist það og auðskilið, að því meira sem er af bjargræðispen- ingi og arðpeningi í því, eða því meira sein kem- ur af þessum peningi á hvern mann í landinu, því meiri er almenn velmegun manna; jeg nenni hjer ekki að færa meiri rök fyrir þessu, það er og án efa nóg að minna þig á, að reynslan hefir margsannað þetta, því þegar peningurinn hefir fækkað í landinn, hefir hjer verið sultur og seira manna á millum, og hafi hann fækkað mjög, hefir komið hallæri í landið, og menn dáið af megurð og hungri. En þú álítur, ef til vill, að þó bjargræðis- skepnurnar fækki, þá geti menn keypt sjer nóg bjargræði fyrir peningana, sem við söluna koma inn í landið? en ertu þá viss um, að kaupmenn flytji meiri mat handa landsmönnum til að lifa á, ef landsmenn fækka bjargræðisskepnum sínnm? Jeg held fjærri því; og það mun mega telja víst, að ef ekki á að verða bjargræðisskortur í land- inu, mun varla mega vera minni matur í því, en menn nú hafa, bæði af bjargræðisskepnum sínum og sem menn kaupa íkaupstöðum; og munu pen- ingarnir, sem menn fá fyrir bjargræðispeninginn, hrökkva þeim í mörg ár, til að kaupa fyrir bjarg- ræði og aðrar nauðsynjar sínar? og held jeg þau yrðu næsta fá. Af þessu vona jeg nú að þú sjáir að velmegunin hlýtur að minka í landinu við það, að bjargræðisskepnurnar eru seldar út úr því. 2. Verður langtum örðugra fyrir frumbýling- inn að reisa bú, sem skepnurnar eru færri í land- inu, og þær eru í hærra verði; en því minni bjargræðisstofn, sem hann getur keypt sjer, þess fljótar fer hann út á sveitina, þegar honum fer að vaxa ómegð. 3. Við það að skepnur fækka í landinu, við það minkar tíundin, en við það að tíundin mink- ar, við það verða aukaútsvörin að hækka, og sveit- arþyngsiin þegar af þessari ástæðu að vaxa, og þetta verður því tilfinnanlegra fyrir bændur, sem þeir vegna skepnufæðarinnar eru síður færir um að bera þau. Bóndinn hlýtur að gjalda vinnu- hjúum hærra kaup, og daglaun kaupafólks hljóta að hækka, þegar því er ekki gefinn kostur á hesti fyrir minna en 8—10 rd. leigu eins og í sumar. 4. Við það að tíundin minkar, minka og tekj- ur landsjóðsins og kirknanna, og eins laun sýslu- manna og presta; eins rýrna og í úttektinni laun allra þeirra embættismanna, sem fá laun sín í peningum, þegar matvælin og aðrar nauðsynjar vaxa í verði. Þetta allt getur orðið orsök lil þess,

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/96

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.