Tíminn - 16.08.1872, Side 6

Tíminn - 16.08.1872, Side 6
78 að nýja skattaverður að leggja á landið, semmenn yrðu því síður færir að bera, sem örbyrgðin verð- ur meiri. 5. ÍM meir sem peningurinn fækkar i land- inu, því minni áburð fá menn, og því minna rækt- að gras, en af þessu leiðir aptur, að jarðirnar verða að fara í niðurníðslu, og peningurinn að fækka er haldinn verður á þeim, til niðurdreps fyrir allar stjettir, og eins landeigendur og leigu- liða. Eg skal nú ekki lengur vera að telja upp það illa, er leiðir af sölu arðpeningsins út úr landinu, skaði sá er landið hefir af henni, er þó i mörgu fleira fólginn, en þessu, sem nú var sagt; það er samanhangandi keðja af ógæfum fyrir landið, sem því rís af sölu þessari, en er menn hafa sjeð einn hlekkinn eru hinir auðsjenari og auðfundnir. En hvernig á nú að fyrirbyggja þessa sölu ? Jeg veit eigi, hvort nauðsynlegt er nú þegar, að banna hana gjörsamlega, því önnur mildari ráð kunna að vera nóg, eða nokkuð geta stöðvað, svo sem ef hár tollur væri lagður á hverja skepnu og kjöt- tunnu er aðflutt væri, ogmundi þá bezt að helm- ingur hans falli í landssjóðinn, en helmingur til hreppanna í sýslu þeirri þaðan sem útflutningur- inn er, og felli jeg mig vel við það, sem jeg hefi heyrt nokkra segja að tollurinn ætli að vera fyrir hverja nautkynd 15 rd., fyrir hverja sauðkynd 2rd., hverja kjöttunnu 10 rd., og hvern hest 3 rd., ann- ars vii jeg vona, að bænarskrár um þetta efni streymi frá oÞjóðvinunum" inn á næstkomandi alþing, þvf jeg þykist vita, að þeim sje hugað um landsins velferð, og að þeir með grátandi augum horfi á allt það sem þjóð vorri er til niðurdreps. Hið veglega nafn, er þeir hafa tekið sjer, væri þeim ella til vanvirðu tómrar. (Aðsent). í «Heilbrigðistíðindunum» 2. ári bls. 48 stend- ur grein, og í henni segir svo: «jþess hefir áður verið getið hjer í tíðindunum, hversu nytsamlegt það hefurverið,að koma hjer á sjúkrahúsi íReykja- vfk, og reynslan er nú líka búin að sýna, hversu ómissandi það er, því síðasta árið lágu þar um 70 — 80 sjúklingar». Vjer rengjum nú þessa sögusögn alls ekki,— en það hefði nú líka verið fróðlegt að vita, hvað margir af þessum sjúklingum hefðu komist þaðan iifandi, því það hefði ofur vel átt við, að gela þess í greininni, með öðru þar að lútandi,— en látum nú það vera. í*ar næst segir enn fremur í grein- inni: «í*að er hörmulegt til þess að vita, hversu landsmenn hugsa lítið um stofnun þessa, og að það sjeu einungis bæjarmenn — liklega í Reykja- víkurbæ — sem hafi komið stofnuninni á fót, að í fyrra hafi hjer gengið bónarbrjef um bæinn til að koma á fót styrktarsjóði, sem verja ætti til þess, að ljetta undir með fátæklingum, að borga legukostnaðinn, og að allir bæjarbúar hafi tekið vel undir það, og að inn hafi komið um 140 rd., og eins að því hafi verið farið á leit við bændur hjer og fram um Seltjarnarnes, og suður með sjó, en ekki einn einasti látið af hendi rakna 4 sk. virði nema herra Geir Zoega, sem strax hafi gefið sjóðnum 2 rd., og boðið fram meira»,— síðan er nú lagður dómur á menn fyrir það sem þeir alls eigi eiga skilið, og «sagt það sje hörmulegt tii þess að vita, hversu íslendingar sjeu fráhverfir öllum samskotum, þar sem um eitthvað nytsam- legt er að ræða». Það sem segir í þessari grein er nú býsna mikið, væri það sannleikur, en vjer getum nú frætt höfund hennar á því — sem vjer naumast trúum að sje hinn heiðraði útgefari Heii- brigðistíðindanna — að vjer höfum talað við merka bændur bæði hjer í Reykjavik, Seltjarnarneshrepp, Álptaneshrepp og Valnsleysustrandarhrepp, en enginn af þeim segist hafa heyrt þess getið af neins manns munni um þetta bónarbrjef og aldrei sjeð það. Vjer viljum nú spyrja: hverjum var nú sýnt hið umrædda bónarbrjef, þar svo margir í þessum hreppum, og það hinir betri bændur ekk- ert um það vita? Vjer álítum því að sá eða þeir sem hafa átt að fram fylgja bónarbrjefunum, hafi gjört það mjög linlega, eu þykir þá höfundinum

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/96

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.