Tíminn - 31.12.1872, Blaðsíða 2

Tíminn - 31.12.1872, Blaðsíða 2
14 inn» nefndi þá sem að honum þætti bezt færir til þessa, mönnum til leiðbeiningar, án þess að gjöra það að kappsmáli. 17 + 4. «Tíminn» ieyflr sjer eptir tilmælum greinar- innar hjer að framan, að stinga upp á nokkrum mönnum í bæjarstjórnina, án þess þó að hann ætli sjer að breyta skoðun og eigin sannfæringu kjósendanna, en mennirnir eru þessir: Magnús assessor Stephensen. Halldór skólakennari Friðriksson. Pjetur Jónasson, landfógetaskrifari. Geir Zöega, glerskeri. UM JÁRNGJÖRÐ FORNU ÍSLENDINGA. Rita?) af Dr. HJaltalín. Með því að enginn sá málmur er til, er þarfari sje en járnið, þá var það með náttúrlegum hætti, að hinirfornu íslendingar, sem í öllu sýndu sodd- an dugnað og framkvæmdir, leituðu fyrir sjer, hvort járn mundi eigi vera til hjer á landi. Þeim virðist og að hafa tekizt þetta vonum fremur, sem sjá má af sögum vorum. Hinn fyrsti maður, er hjer hafði járngjörð um hönd var Rauða-Björn, er bjó í Dalsmynni, og fer landnámabók þar um þessum orðum: «Rauða-Björn bjó at Dalsmynni. Hann blés fyrstr manna rauða á íslandi, ok var hann því kallaðr Rauða-Björn». I Egilssögu Skallagrímssonar (kap. 30) er getið um járngjörð Skallagríms, og er meiningin þessi. Skallagrímur var járnsmiður mikill og hafði rauðablástur mikinn á vetrum. Hann ljet gjöra smiðju með sjónum, mjög langt út frá Borg, þar, sem heitir Raufarnes. Af því engan stóran stein var að fá á landi, þá sótti hann slíkan stein á stóru skipi, og gekk sjálfur til botns eptir honum, og við þenna stein lúði hann járnið. Það er og sagt í sögunni, að þessi steinn hafi staðið þar, er sagan var ritnð. í Grettissögu er talað um járngjörð í’orsteins Kuggasonar í Ljáskógum, og fer sagan um það svo felldum orðum : uÞorsteinn var iðjumaðr mikill ok smiðr, ok hélt mönnum mjök tit starfa. Grettir var lítill verklundarmaðr, ok því fór lítt skap þeirra saman. jþorsteinn hafði látið gjöra kyrkju á bæ sínum. Hann lét gjöra brú heiman frá bænum. Hún var gjör með hagleik miklum. En utan á brúnni undir ásum þeim, er upp héldu brúnni, var gjört með hringjum ok dyn- bjöllum, svá at heyrði yflr til Skarðstaða, hálfa viku sjávar, er gengið var um brúna, svá hristust hringirnir. Hafði þorsteinn mikinn starfa fyrir þessari smíð, því at hann var járngjörðarmaðr mikill. Grettir var atgangsmikill at drepa járnið, en nennti misjafnt». Til að skilja þau orð, er koma fyrir í þess- um hjernefndu stuttu skýringum um járngjörð fornmanna, vil jeg geta þess, að járngjörð þeirra hefir, eins og vænta var, verið hin einfaldasta, en þetta stendur á litlu, því að það er vist að þeir bræddu járnið úr járnsteinunum á líkan máta, og enn tíðkast í ýmsum löndum, einkum austurlönd- um. Þeirhafa sem sje, hlaðið viðarkolum ogjárn- steinum fyrir smiðjuaflinn, og blásið svo að með einum eða fleiri belgjum, unz járnsteinninn bráðn- aði, en þegar járnsteinninn bráðnar á þenna hátt þá er það með náttúrleguin hætti að hann heflr farið innanum gjallið í stærri og minni hnyklum. í’etta hafa menn nú tekið meðan það var glóandi og lagt það á steiu, til að berja úr því soran, og til þess að járnhnyklarnir hnoðuðust saman og yrðu meira samanhangandi, og þetta hafa menn ýmist kallað að drepa eða lýja járnið. Orðið að drepa járnið sýnist mjer að bendi á það, að þeir með sleggjum eða járnhömrum hafl eins og hnoð- að saman járnhnyklana meðan þeir voru glóandi, en það er einmitt það sem menn gjöra enn á vor- um dögum, þar sem þessi járngjörð enn þá er um hönd höfð. Menn kalla t. a. m. að drepa smjör- inu, er maður hnoðar fleiri smjörhnykla saman, svo þeir verði eins og að einni heild, og þetta orð hygg jeg að hafl færzt yfir á járnið, þar sem menn börðu járnhnyklana saman. Að drepa járnið hefir stundum verið kallað að lýja það, og líkt orðatiltæki hafa menn enn í dag um samskonar járngjörð, er steypijárn er gjört að smíðajárni. Það er alllíklegt að menn í fornsögum vorum finni enn þá fleiri dæmi upp á járngjörð forn- manna, en hjer er getið. En hjer vil jeg að eins bæta þvi við, er stendur i Konungs-skuggsjá, sem

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/96

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.