Tíminn - 27.05.1873, Síða 3

Tíminn - 27.05.1873, Síða 3
55 svo hann með tímanum gæti haft hugmynd um, ef honum svo væri lagið, að nota sjer náungann, því það er vanalega ekki tekið til þess, þó að góðfúsir menn hafi gjört og gjöri sjer svo lítið far um það, og því síður ber nokkur upp í sig, að rita um þess háttar, þó má ske kynni að vera hægt að rita fullt eins langa bók um þetta, sjálf- sagt byggða á ljósari ástæðum en höfundurinn mundi fær um að leggja fyrir almenning, ef hann færi að rita heila bók móti Ameríkuferðum, þar sem hann þó ekki hefir sjeð sjerfærtað hafa eina einustu sanna ástæðu til að styðja þessa veslu Þjóðólfsgrein með; gæti og líka meir en skeð, að honum sjeu einhverjir jarðarskikar áhangandi, sem hann er að bera kvíðboga fyrir að hafa ábúanda á, en hvað sem það er, þá er það þó auðsjáan- lega eitthvað annað en ættjarðarást eða mannelska, sem ekkert bryddir á f greinarkorninu. Að því leyti sem hann undantekningarlaust bendir því að Agentum í Iíaupmannahöfn, sjálf- sagt þeim er vinna að störfum vesturheimsflutn- ingsfjelaga, að þeir hafi selt ógild fararbrjef með járnbrautum, þá hlýt jegað lýsa hann ósanninda- mann að þessu hvað snertir Agenta fjelagsins Altan Brothers & Co. að öðru leyti legg jeg drög fyrir, að hlutaðeigendur gefi honum tækifæri til að staðhæfa áburð sinn, eða standa minni maður fyrir. Þar sem höfundurinn ber það fram, að flestar bækur um Ameríku sjeu ritaðar af mönnum sem lifl á að tæla menn þangað, þá eru þetta tilhæfu- lausar gersakir; eða vill hann bera þetta upp áC. V. Topsöe, ritstjóra <.Dagblaðsins» í Kmh., sem hefir ritað hvað greinilegast um Ameríku ogbezt; að öðru leyti bar honum að tilgreina hvaða bæk- ur almenningur átti að forðast að trúa, ef hann vildi sýna velvilja og þekkingu, sem hann hefir alveg farizt á mis við. Þar sem hann segir að vinnutíminn sje lang- ur og vinnan ströng, nægir að bera saman hvað mennafeigin reynslu hafa ritað í «Norðanfara» um það, til að sýna að hann fer með ósannindi, eins og líka það að «Ameríkumenn hafi þræla en þann dag ídag», fellurum sjálft sig, af því almenning- ur veit að Bandafylkin hafa um mörg ár átt í blóð- ugri baráttu, til þess að koma af þrælasölu og þrældómi í Suður-Ameríku, sem árlega má gefa þræla lausa, svo þessum ófögnuði verði bráðum komið af. Að því leyti sem hann segir að Norðmönn- um ekki hafi látið að fara til Vesturheims, skal þess getið, að þeir eru þó búnir að byggja sjer fimm stórskip í Bergen, til þess að flytja á Vest- urfara. Að hann gjörir brottfararmönnum þær gjör- sakir, að þeir hafi vöntun á góðri samvizku, þá eru þetta auðsjáanlega illgirnisfullar gersakir, sem jeg treysti þeirn manna bezt til að virða við hann að verðugleikum. t’að er á greinarkorninu augljóst, að höfund- ur hennar er mörgum færari í tölvísi, því hann þarf jafnlítið að hafa nokkuð fyrir sjer til að flnna tölustærðir, eins og ástæður til að sanna hvað hann segir í greininni yfir höfuð; þannig heflr honum svo nákvæmlega tekist að finna það út, að sjö tíundu hlutir þeirra er ætla sjer til Vestur- heims, mundu kyrrseljast ef Ameríku' væri lýst fyrir þeim samkvæmt sannleikanum; jeg dreg nú þetta í efa samt, hann hefir með sama eiginleg- leika komizt að þeirri niðurstöðu, að nílján tutt- ugustu hlutar af jörðum á íslandi sjeu enn órækt- aðir; það hefir sjálfsagt vakað fyrir honum hug- myndin um, hversu æskilegt það er að geta nítján- faldað jarðir sínar, en þar af mundi sjálfsagt leiða, að afgjaldið þarf að nítjánfalda lika, en jeg mun varla þurfa að leggja hann á knje mjer, hvað þetta snertir. Þá kemur nú höfuðatriði greinarinnar, eða aðalkjarninn sem bindur endahnútinn á sóma- verkið, og er það að hann hvetur menn heldur til að «fara af landi brott, til að leyta sjer frægð- ar og frama girðir sverði og með skjöld við hlið•» jeg held hann ætti því ekki að Ieggjast i lágina, heldur fara að láta byggja sjer hæfilegan dreka, því jeg tel hann sjálfsagðan til að vera formann,

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/96

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.