Tíminn - 16.06.1873, Blaðsíða 4

Tíminn - 16.06.1873, Blaðsíða 4
60 ekki ver en forfeður vorir reyndust sjálfum sjer og oss, og óskum þess af heilum hug, að hinir æðri leiðtogar vorir bregðist oss ekki, þegar oss mest á liggur. IjR BRJEFI. .... «Af því eg heíi nú minnzt á ýmsa spánýja hluti, detta mjer í hug ýmsir eldri hlutir, svo sem spásagnir Daniels gamla, og ýms spásagnarorð í opinberunarbókinni. Fyrir hverju haldið þjer, gull- fróði ábyrgðarmaður «Tímans», að opinberan sú sje, sem gjörðist í Stykkishólmi í vor hinn háloflega landshöfðingjadag, sjö hrafnar svartir á einni stöng, og einn efstur og mestur'; æ, hvað haldið þjer, gullsmiður góður, að slík opinberan hafi átt að formerkja? og fyrir hverju ætlið þjer, hún sje? ætli það sje eins og barnið sváraði forðum prest- inum: sjöunda daginn skaltu verk þitt vinna, og gera svo eitthvað þarft hina sex dagana; það er að segja, að menn eigi vel og nákvæmlega að gefa gætur að þeim sjöunda, en smádútla svo sitthvað við hina sex» .... (Aðsent). NÝ SÝSLNASAMEINING. Landsmönnum er víst flestum kunnugt, að Borgarfjarðarsýsla og Mýrasýsla voru fyrir nokkr- um árum sameinaðar; þótti sumum þessi samein- ing þá nokkuð undarleg, þar sem hún gjörði mörg- um sýslubúum talsvert erfiðara fyrir að nátilyfir- valdsins, en vel hæfir menn sóttu um hverja sýsl- una fyrir sig, og þær að minnsta kosti voru þá, og eru enn, betur færar til að veita forstjórnar- mönnum sínum hæfilegt og nægilegt viðurværi, en sumar aðrarsýslurá landinu, enda sýnist fullerfitt fyrir einn mann að gegna almennum sýslumanns- störfum í þessum sýslum sameinuðum. Jón gamli Guðmundsson fór líka að kvaka eitthvað um þetta í t’jóðólfi, en mál hans um þetta efni varð heldur andarteppulegt eður endasleppt, en hvernig á því 1) pes8 6kal getib, ab íjer hiifnm heyrt mnnnlega aí) sama kveldft hafi hausinn veriá skotinu af efsta hrafninum. Abm. hefir staðið, má hann bezt vita sjálfur. í líking við hina hjer umgetnu sýslnasameiningu, sýnist sumum ekkert vera því til fyrirstöðu, að Árnes- og Rangárvallasýslur verði sameinaðar, því hægð- arleikur væri fyrir ungan og Ijettfæran mann, að skreppa utan úr Árnessýslu og austur í Rangár- vallasýslu, einkanlega, ef haganlegur ís væri á J’jórsá. (Aðsent). Þeir, sem hafa verið nokkurn tíma í Reykja- vík munu brátt komast að raun um, að verzlunar- hús kaupmanna eru eigi aðeins verzlunarhús, held- ur einnig veitingahús; því ef manni verður reikað inn í einhverja búð, það gyldir einu á hvaða tíma dagsins og hverjum tíma ársins það er, þá munu menn sjá búðina fulla af mönnum, sem ekkert annað erindi eiga, en annaðhvort að kaup sjer pela, hálfpela o. s. fr. eða þá að snýkja hann út gefins og drekka hann svo við búðarborðið, þetta láta þeir ganga allan guðslangan daginn og rápa úr einni búð í aðra, og svo eru þeir áfjáðir, að á morgnana, áður en búðum er lokið upp, safn- ast þeir hópum saman fyrir utan hverjar búðardyr til þess að ná sem fyrst í seitilinn þegar upp er lokið. Nú er eigi nóg með það, að þeir drekka í búðunum, heldur setja þeir þar með hrókaræðum um hitt og þetta, svo eigi heyrist mælt mál fyrir mælgi, sköllum, hryndingum og áflogum, sem opt eiga sjer stað, ekki sízt þegar náunginn hefir verið fengsæll og er orðinn hálfhlaðinn. Hver sá maður, er hefir nokkra velsæmis tilfinningu, eg tala nú ekki um heiðarlegt kvennfólk, getur naum- ast fengið af sjer að fara inn í þær búðir þar sem þessir slæpingar og landeyður eru saman komnar, hvað mikið sem honum liggur á, því bæði er það, að þeir rjúka upp með fjúkyrðum og allskonar svivirðulegu tali við þá, er þeir sjá að eigi eru af sama sauðahúsi og þeir, og svo geta þeir, sem ætla að verzla eigi komist að fyrir þrengslum og ógangi þessara kompána. Því er ver og miður að þessi ósiður á sjer

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/96

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.