Tíminn - 15.10.1873, Page 3
91
ur, og látum vjer með henni úttalað um hin beru
ósannindi og hverfum að því, sem vjer teljum
einberan þvætting. — þvættingurinn er þessi: 1.,
"þeir, sem fara til Ameríku bera landinu allt of
vel sögunai), hvaðan veiztu það? trúir þú betur
þeim, sem heima sitja? eða eru þeir sumir, sem
bera því illa söguna? já! svararðu, er þú segir, að
«ef öll brjef, sem koma frá íslendingum í Banda-
fjdkjunum væru sett í blöðin, mætti skoða sæluna
þar frá öðru sjónarmiði; þeir fóru þó líka til A-
meríku? og niðra henni vísi ekki of mikið? — 2‘
segirðu: «Einmitt þessa landkosti, sem landnáms-
menn lofa svo mjög segjast íslendingar vera að
flýja». — Nær höfum vjer kvartað yflr eða borið
fyrir okkur, að landkostir væru of góðir á Islandi,
eða að landið væri skógi vaxið milli fjalls og fjöru;
hvað meinarðu annars með þessu? 3., «vöntun á góðri
samvizku hjá Emigröntum vorum sjest í því, að þeir
þurfa æflnlega að færa sjer eitthvað til málbóta»; en
málbætur eru hjer, eptir því sem þú útskýrir það,
ástæðurnar, hvers vegna vjer yflrgáfum Island þar
sem þú segir: «þeir berja við pólitisku ástandi
íslands; sumir þykjast ætla að vinna Islandi gagu
með því; sumir segja að ekkert verði gjört á Is-
landi» o. s. frv. þetta er hið sama og þú segðir:
«Alla þá sem færa ástæður fyrir þeim og þeim
gjörðum sínum, þær er einhverjum öðrum eigi
kunna að flnnast gildar, vantar góða samvizku,
Emigrantar vorir færa þær ástæður fyrir brottför
sinni, sem mjer þykja ekki gildar, þess vegna vant-
ar Emigranta vora góða samvizku». —Auðsjeð er,
að þetta er eigi annað, en þvættingur. Nú kemurðu
með það spakmæli, sem væri gott á sínum stað,
en á engan veginn hjer við; nfl. «það er ekki hetja,
sem flýr, nei! hetjan sigrar eða fellur». — Yar
það ekki pólitiska ástandið í Noregi t. d., sem
olli að fornmenn vorir fluttust til Islands? og þó
muntu ekki vilja kalla þá mannskræfur? Vjer vit-
um það, að vjer erum frjálsir að fara hingað að
guðs og manna lögum, þegar vjer finnum löngun
og köllun hjá oss til þess, vjer höfum vorar á-
stæður til þess að fara, þú þínar til að sitja heima
heima kyrr, og getum því hvorirtveggja í s'nu lagi
haft rjett fyrir oss, en þú heflr engan rjett til þess,
að skrækja í skugga og hrópa oss Vesturfara sem
samvizkulausa níðinga, þar sem þú bríxlar oss um,
að vjer viljum af eigingirni tæla hingað landa vora
og svíkja þá, og í þeim tilgangi berum vjer oflof
á þetta land; ef vjer værum þjer áður kunnir að
ódrenglyndi og níðingsskap, væri þjer vorkun,
þótt þú gætir ills til um oss, en með því að vjer
vonum, að það sje eigi svo, og sjáum að þú byggir
þessi orð þín eigi á neinum ástæðum, heldur á
einhverri getspeki sjálfs þín, þá vittu það, að þau
eru ókristileg og syndsamleg; gættu þess, hver
sem þú ert! Vjer höfum góða samvizku af því,
sem vjer höfum sagt af þessu landi; að frásögur
vorar sjeu ófullkomnar og barnalegar er eðlilegt,
þar sem vjer bæði erum búnir að dvelja hjer
skamma stund, og svo hafa þær mestmegnis farið
í prívatbrjefum til vina og kunningja; vjer höfum
engan beinlínis hvatt eður lattfarar hingað, nema
hafi það þá verið nánustu vandamenn og vinir, er
vjer vissum að eigi mundu misskilja oss. — f>að
verður að vera á hvers eins eigin ábyrgð, hvernig
honum kann að falla hjer; það höfum vjer ekkert
með að gjöra; vjer erum beðnir að skrifa frjettir
hjeðan, og verðum sem ráðvandir menn að segja
það, sem vjer vitum sannast og rjettast, og oss
fmnst hverjum fyrir sig ellegar þegja. — 4. segir
þú: «það er undarlegt, að enginn þeirra skuli
líta annað en þangað, sem Ameríka er, þetta of-
lofaða land». Ilvað hefir Ameríka gjört þjer?
ekki getur hún gjört að því, þótt hún sje oflofað
land; þú segir sjálfur, að hún geti verið gottland,
en hvaðerað því, að fara til góðs lands, þótt það
sje oflofað? eða geturðu ekki unnað löndum þín-
um góðs? — þú segir, «að reynstan hafl sýnt, að
Ameríka sje oflofað land», en það virðist mega
bæta því við, að hún sje líka «oflastað land», og
sem eitt dæmi af þúsund má nefna þig. — Að
menn við hafi hjer i Ameríku miklar ýkjuroglyg-
ar (Humbug) neitar enginn, en þær eru optast svo
bersýnilegar, að það eru ekki nema óaðgætnir og