Tíminn - 15.10.1873, Qupperneq 6

Tíminn - 15.10.1873, Qupperneq 6
94 arveiðar, hefir þeim sem öðrum orðið gott til fanga afbáðum þessum flskitegundum, því í sum- ar hefir einnig síldin gengið inn í botn, ekki ein- ungis þar, heidur og líka bæði á Reyðar- og Mjóafjörðum; um Norðfjörð hefl jeg ei beyrt, nje fjörðinn fyrir sunnan Revðarfjörð. Kaupverzlun varð hjer austanlands viðunanieg í ár, þegar öllu er á botninn hvolft, enda eru því allmargir að til- tölu sem um hana keppa; þannig munu þeir hafa verið einir 10—12 nm hana í ár. Jeg veit ekki betur, en að verðlagið hafl aimennt verið þetta: rúgur 10 rdl., ertur 12, bbygg M, kaffi 44 sk., sykur 26 að meðaltali, hlutuð hrís- grjón frá 6—10 sk. pundið. íslenzka varan apt- ur á móti: hvít ull 52 sk, og jafnvel allt að 56 sk. mislit ull 40 sk. hákallslýsi á 25 rdl. tunnan, þorskalýsi 21 rdl. tunnan, saltflskur 5 rdl. vættin til jafnaðar, söltuð ísa 3 rd. 3 mrk., harðfiskur marílattur, um 7 rdl. vættin að meðaltali; æðar- dún 7, og 7 og hálfan rdl. eptir því sem heyrzt heflr. Fjárkaupaskip frá Englandi er að sögn væntanlegt, á Eskifjörð í haust, og jafnvel á Seyð- isfjörð og er þegar farið að hugsa fyrir hæfilegum viðtökum á því, en hvað um þetta verður, er enn ósjeð. . . . — Úr brjefi frá Khöfn dags. 26. sept. þ. árs. «Hjeðan er ekkert sjerlegt að frjetta. Afar rign- ingasamt hefir verið hjer í sumar og kornvöxtur því í lakara lagi, og ef nú ekki bráðum breytist til þurrka, þá verða bændur í vandræðum með að ná heim kornvörunni af ökrunum. Allt af er hjer allt að hækka í verði, jeg skal að eins nefna 8 pd. rúgbrauð, kostaði þegar jeg kom hjer fyrst (1862) 18sk., nú kostar það 36 sk., og fiestar nauðsynjar eru hækkaðar í verði að þessu skapi, svo hjer er nú ekki orðið gott að komast af, en þetta á sjer nú orðið stað víðarn. — í Frakklandi er prentsmiðja í hinni nafn- kenndu byggingu sem fyrrum nefndist palais Sou- bise, sem forðum var aðsetursstaður kardínála Rohan, f garðinum stendur nafnkennd stór mynd af Guttenberg. Á fyrsta sal er letursteypusmiðja með 6 maskínum, og hver maskína steypir 1000 stafi á klukkutíma. í sjálfri prentstofunni eru 37 hraðpressur og 60 handpressur. Prentsmiðjan er upplýst með 1800 gasljósum. Bókasafnið er sjer- lega merkilegt, því í því finnst allt hvað prentað hefur verið í prentsroiðjunni síðan 1640. I þjón- ustu prentsmiðjunnar eru 970 manns, nefnilega: 240 setjarar, 41 letursteyparar, 210 þrikkjarar, 44 teiknarar, 377 maskínufólk og 56 þjónar, hjer á meðal eru þó 315 kvennmenn, sem brjóta og inn- binda bækurnar. J>ær fá í daglaun 2—4 franka en karlmennirnlr 5—10 franka. Umsjónarmenn eru 87 tölu og hafa samtals í árleg laun 285,000 franka. Útgjöld til ljósa og eldiviðar eru hálf þriðja millíón franka um árið. — Heiðruðuhaupendur «Tímans»! nú hafið þjer með þessu blaði hans, fengið árganginn heilann, eptir því sem ákveðið var upphaflega, og viljum vjer því við lok hans, mælast til þess við þá sem enn eiga ógreidda borgunina fyrir þau bæði ár, sem út eru komin af blaðinu, að þeir gjöri skil fyrir henni sem fyrst, jafnframt þökkum vjer öll- um þeim er stutt hafa að útsölu blaðsins, og greitt borgunina í tækan tíma, sömuleiðis vægðar- og vorkunsemi, er þier hafa sýnt blaðinu — sem minnst er og líklega rírast allra blaðapostula hjer á landi á slnum tlma, — sökum missmíða er við játum að verið hafi á blaðinu, sem vænta má af þeim er eigi hafa notið þeirrar sælu að feta leið menntunarinnar. Rvík, 14. okt. 1873. Útgefendurnir. Gíjlr” Hnakhnr sá, frá handiðnamanna «Tombolunni», sem auglýstur er í þessu blaði nr. 19. —20.; um hann var dregið 14. þ. m. á bæj- arþingstofunni hjer í Reykjavík, undir umsjón bæj- arfógeta; og vanst hann af amtmanni B. Thorberg á M 29. Tombolunefnd handiðnam. í Rvík; — PRESTAKALL: Stokkseyri í Arnessýslo er veitt 17. f. mán. sjera Gísla Thórarensen 4 Felli. Útgefendur: N o k k r ir Reykvíkingar. Abyrgðarmaður: Páll Eyjúlfsson. Prentabur í prentBmibju íslande. Einar þórbarson.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/96

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.