Tíminn - 06.05.1874, Page 2
38
því að gjöra það, bafi viljað vinna landi og lýð til
framfara og farsældar. En hafa þeir þessa hugs-
un enn? Eða hvernig er ástand fjelagsins nú?
"Tíminn», sem öðru hverju var að prjedika um
bindindi, hann tók tveim höndum við bindindisfje-
laginu í Reykjavík í fyrra, og auglýsti mönnum lög
þess. Síðan hefur hann ekki minnst orð á það,
og ekkert af hinum fjórum Reykjavíkurblöðum.
Menn eru nú farnir að vera hræddir um að það
hafl oftekið sig þegar við fæðinguna, og hið mikla
fjör, sem það fæddist með, hafl riðið því að fullu.
Það er einkum 2. gr. bindindislaganna, sem styrkir
menn í þeirri trú, að fjörið hafl fljótt dofnað, því
mönnum finnst ekkert hafi komið fram, sem þeir
eptir þessari grein gjörðu sjer vonir um frá fjelag-
inu, og hvergi er þess gelið að bindindið hafi
orðið almennara, en það var fyrir ári síðan.
Aptur erþað 5. gr. nefndralaga, sem heldur mönn-
um við þá trú að fjelagsmenn ekki hafl fækkað,
nema svo sje, að lögin sjeu annaðhvort gjörsam-
lega fótum troðin, eða úr giidi gengin. Forstöðu-
nefnd fjelagsins gjörði því vel í því að auglýsa í
blöðunum aðgjörðir sínar og ástand fjelagsins, nú
er það hefur staðið eitt ár.
Ábyrgðarmaður «Timans», sem í ræðum og
ritum lætur sjer vera umhugað um bindindi, gjörir
svo vel að taka við línum þessum.
1. apr. 1874. Árn.
, »TIL AMERÍKUn1.
Margir af lesendunum hafa án efa farið um
Hafnargötu síðari hluta föstudags. Á föstudögum
er vanalega skipað út nautpeningi sem fara á til
Englands, og vesturförum til Ameríku. þegarmenn
þennan dag ganga um götuna, þá er það ýmislegt
sem fyrir augun ber. Innanum hinar skynlausu
skepnur, sem leiddar eru til slátrunar, sjá menn
ýmist sorglegar, ýmist blæilegar sjónir. Hjer og
1) Grein þessi er tekin úr „III. Tid hún erritn?) af dönsk-
nm manni, sem nú er í Amiríkn (Carl Hohienberg), til danskra
lesendra. Hjer er útlagt J>ab helzta úr greininni en rnörgu
sleppt, t. a. m. ferbinni frá Danmörku til Englands, og þv( er
fyrst ber fyrir vestnrfara, er þeir koma til Ameríku. Hjer er
mest talaþ nm fertina frá Englandi til Ameríku.
hvar sjá menn bóndamenn, sitjandi á kistum sín-
um, sem hafa að geyma alla fjármuni þeirra, þeim
hefur verið sagt, að þeir á allri leiðinni megiekki
eilt augnablik af þeim víkja, þá verði þeim stolið.
Stundum sjá menn mæður, 10—12 tilvonandi Am-
eríkana, með 2 yngtsu börnin á handleggjunum,
vera að leita að bændum sínum, stundum sjámenn
föður eða móður vera að kveðja son eða dóttur
í síðasta sinni, og eiga aldrei von á að sjá þau
aptur í þessum heimi.
það er ekki að undra þótt undarlegar tilfinn-
finningar kvikni í brjóstum manna, er menn eru
komnir út á skip það, er að fullu og öllu á að
flytja menn frá ættjörðu sinni; þegar það leggur
frá landi þá er eins og allt hið liðna líf standi
mönnum í fersku minni. En þetta gleymist brátt;
þegar landið er komið úr sýn, þá fara menn að
hugsa um hina nýju ættjörð og háar vonir um ó-
komna æfi fylla þá hugi og hjörtu manna. þetta
verður þó aptur að gleymast um hríð fyrir erfið-
leikum ferðarinnar.
þegar menn komast í land á Englandi1), þá
kernur umsjónarmaður eða móttökumaður Vestur-
fara niður á bryggjuna, og skipar mönnum að
standa í sömu sporum þangað til flutningur þeirra
sje kominn i land. Síðan rekur hann þá sem
sauði til slátrunar á járnbrautina og af henni aptur
til húss þess, sem þeir eiga að búa í, á meðan
þeir dvelja í Englandi. Þótt gufuskipsfjelögin
skuldbindi sig til, að koma Vesturförum sem fyrst
frá Englandi til Ameríku, þá skeyta þeir ekki meira
um þetta en aðrar skuldbindingar sínar þegar til
Englands er komið, og opt verða menn þar að
bíða 12—14 daga til eigi lítils kostnaðarauka.
Blaðið »New York Herald«í Ameríku gjörði
út mann í vor til Liverpool, til þess að hann það-
an tæki sjer far með vesturfaraskipi. Hann var
huldu höfði með Vesturförum á miðdekkinu. Grein
sú er kom út í blaðinu þegar hann kom heim
aptur, skaut hlutaðeigandi gufuskipsfjelagi skelk
íbringu. þá hittistsvo á, að á skipinu voru 1100
farþegjar, mikið meira en lögin leyfa.
X) Hjer er sleppt fer&inni frá Damnörkn til Englande, en
tekib vib aptnr þar, sem átt getnr heima einnig nm oss Is-
lendinga.