Tíminn - 12.06.1874, Síða 5
45
heimtist fyrst og fremst að blððin taki upp hvert
lagaboð orðrjett og svo að segja hver maður keypti
þau, en slíkt er óhugsandi. En þarf hjer þó ekki
sannarlega einhverrar lagfæringar við ( þessu
efni? Er ekki stór nauðsyn að almenningur viti
betur sín eigin lög ?; jeg vona það verði þó flestir
sem svara því »jú«; því það er flestum ólærðum
mönnum alveg ókunnugt, að hve miklu leyti þetta
og þetta verk er lagalega vítavert, eða þá hvaða
hegning við því liggi,og jeg vil segja að slíkt þekk-
ingarieysi á lögum vorum hafi mikið skaðleg á-
hrif á alþýðu landsins, já sje stundum óbeinlínis
orsök í þeirri vítaverðu breytni sumra manna, og
aptur á hinn bóginn hamli mörgum manni frá að,
ná, eða geta náð, rjetli sínum.
tað var nú ekki tilgangur minn i þettað sinn,
að gjöra neinar uppástungur þessu viðvíkjandi,
heldur einungis að vekja máls á þessu, sem jeg
áleit að vera mikils varðandi fyrir land og lýð, og
hvort þeir, sem vit hafa á, ekki vildu tala um
slíkt í blöðum vorum, og í þetta sinn vil jeg eink-
um beina þeirri spurningu að ykkur, heiðruðu
útgefendur »Tlmans«, hvort ekki sje þörf á, og
kominn tími til, að ráða bót á þessu —, þið svarið
mjer nú máske sem svo, að það sje nú varla að
búast við, að það þýði mikið að prjedika lög fyrir
svarta almúganum, þar sem dæmin sjeu deginum
Ijósari að hinir helztu og mestu menn landsins,
sem varið hafa mörgum sínum beztu árum til að
»stúdera« lög, ekki geta þó ætíð — já jafnvel
ekki nema í annaðhvort sinn, eða sjaldnar —
orðið samdóma um, að þetta og þetta brot heyri
undir þessa grein laganna; — já þetta er nú, því
miður, satt, en ætli það yrði nú ekki öllu síður
hætt við slíku, ef alþýðu væri dálítið kunn lögin
og laga-aðferð, jeg get jafnvel leitt mjer það í
grun, þó jeg alls ekki viti hvernig á slíku getur
staðið, eða af hvaða rótum það er sprottið, það
er mjer og mínum líkum öldungis óskiljanlegt;
en svo er það líka annað, sem gefur manni góð-
ar vonir um, að slíkt fari minkandi og það er
það, að lögin eru farin að verða miklu greinilegri
og vafaminni, og vonandi að því fari líka vel frarn.
einkum ef vjer íslendingar fáum sjálfir löggjaíar-
valdið. Það er annars ekki gott til þess að \ita,
á því stigi, sem það er enn, hvernig vorir bless-
uðu dómarar eru óeinugir um að heimfæra eitt-
hvert brot undir sömu lagagrein; það liggur nærri
að okkur almúgamönnum gefist tilefni til að hugsa
að það sje sannarlega mikið undir því komið,
hverjir það eru, sem eiga þar hlut að máli,
það er að skilja, hverjir málfærslumennirnir
eru, og það virðist stundum vera öldungis auð-
sjáanlegt; en er slíkt nú í raun og veru rjett?
eiga ekki allir jafnt að ná rjetti sínum, hvort sem
það er ríkur eða fátækur, yfirboðari eða undir-
gefinn, eða hvort sem hann getur fengið sjer
»klókan« málfærslumann eða ekki ?; jú sannarlega
því getur enginn neitað; en hvernig stendur þá
á því, að ýmsar og ýmsar sögur berast hingað
upp í sveitir frá höfuðstaðnum, sem samrímast
svo einstakt vel þessari ímyndun okkar almúgans;
eru þær allar uppspunnin lýgi ?; nei, það eru
þær hreint ekki allar, og margar þeirra hljóta að
styðjast við þau lög, er sárfáir þekkja, og blöðin
hafa aldrei, það jeg til veit, umgetið, eða ef svo
er ekki, og þær hafa engin lög við að styðjast,
þá eru þær sannarlega mjög ómerkilegar; og svo
þið ekki getið sagt, að jeg segi þetta öldungis út í
bláinn, vil jeg taka eina af mörgum til dæmis,
og um leið spyrja: hvaða og hvernig lög eru
nú gildandi í Reykjavík um drengi, sem vilja
læra eitthvert handverk, svo að þeir geti bæði
heitið og verið: snikkarar, klensmiðir, gullsmiðir,
skósmiðir o. s. frv.? það hefur nú eitt með öðru
frjetzt hingað, að einn þess konar drengur, sem
við hjer dálítið þekkjum, hafi í vetur sem leið,—
eptir að hann varbúinn að vera sinnákveðnatímahjá
meistaranum —fariðað smíðasveinastykkið,en þegar
þaðvarbúið,höfðusamiðnarmenn hans ekkigetað á-
litið það nærrivelgjört, og hann því aldeilis ekki gæti
heitið fullnuma í iðn sinni; en að því búnu er
sagt, að hann hafi strax farið til annars er stund-
aði sömu iðn og hans fyrri meistari og var borg-
ari í Rvík, og að sögn einmitt til sama manns og
hafði verið kvaddur til að dæma um hans ógilda