Tíminn - 12.06.1874, Side 8
48
og sælunnar vona.
En halda pá heim;
heim, ó, að dauflega bústaðnum þeim,
og færa þar foreldrum — nauða —
fregn, sviplegs dauða.
Orsök til var,
að ungmennið blíðlynda sjálft hefði þar,
hýmt undir húsunum lengi
uns hel dapurt fengi.
Heldur en að
hverfa’ inn í bæinn og tilgreina það
óhapp, sem að borið hafði
og angur mest krafði.
Og vita hvað,
þeim elskuðu foreldrum brygði við það.
— Ströng aðköst angurs og meina
fá ýmsir að reyna. —
En einn gefur þrek,
sem aldrei frá guðhræddu börnunum vjek,
stýrir í straumunum kífsins
og stefnir til lífsins.
Frelsari vor,
fullvel sem þekkir vor öxðugu spor,
lætur ei lundina’ óhressta,
nje liðsinni bresta.
Háskanum úr
hann leiðir sum þeirra, og reynist þeim múr
huggar þau, gætir og geymir,
meðan ganga’ um í heimi.
En ungmennum þeim
sem í gegnum slraumana’ hann leiðbeindi heim
sæluna sífellda gefur
sem sjálfur hann hefur.
í apríl 1874. Æ.
— Maður nokkur var á gangi í skógi í Austra-
líu, heyrði hann þá vein mikið, og ímyndaði sjer
að ræningjar hefðu ráðizt á mann, og hann gefið
þetta hljóð frá sjer. Hann hleypti þvf af byssu
til þess að hræða ræningjana. Þegar hann kom
út úr skóginum sá hann hvar maður var bundinn
við trje. «Jeg varð feginn að þjer komuð»,sagði
aumingja maðurinn. «Ræningjar rjeðust hjer á
mig, en þeir urðu hræddir og hlupu burt er þeir
heyrðu skotið». «Gátuð þjer ekki komizt burtu»,
mælti komumaður. «Nei, þeir bundu mig svo
fast». «Og ræntu þeir öllu frá yður». «Nei, þeir
tóku einungis úrið mitt, þeir höfðu ekki tíma til
að leita að peningum mínum, sem eru í vinstra
stígvjelinu minu». «Það var gott», sagði komu-
maður, «eigið þjer mikið þar?». «Rúm 1000
(pund), guði sje lof», sagði mann-auminginn.
«Eruð þjer viss um að ræningjarnir sjeu farnir?».
«Já það er jeg viss um». Komumaður leit í
kring um sig og skimaði i allar áttir. «Það er
gott að þeir eru farnir, svo tek jeg við þar sem
þeir hættu». Og svo gjörði hann, og tók pen-
ingana.
— Drengur einn að nafni Sveinn, var ákærður
fyrir morð, og presturinn, sem átti að búa hann
undir dauðan hvatti hann til að iðrast, þá skyldi
hann áður en dagurinn væri úti sitja til borðs með
Abraham, ísak og Jakob. En Sveinn svaraði:
«Viljirðu í dag ganga í minn stað, þá skal jeg
unna þjer máltíðarinnar».
AUGLÝSINGAR.
— Yegna þess að jeg undirskrifaður er lítið þekktur,
bæði hjer í Reykjavík, og eins i nærsveitunum, J)á leyfi jeg
mjer hjer mcð að gefa almenningi til kynna, að jeg hef
sett mig niður sem söðlasmiður hjer í Reykjavík, sömu-
leiðis hef jeg erlendis lært yfirklæðningserviði (Tapetser-
arbeide), er jeg J»vi fás til að taka að mjer pað erviði,
sem þessar iðnaðargreinir í sjer innibinda.
Reykjavík, 8. júni 1874.
Bergur Porleifsson.
■— par eð nokkrir yngri menn hjer í bænum hafa beðið
mig að halda áfram á yfirstandandi sumri að kenna
0 II II fc
pá mun jeg eptir bón peirra gjöra það á sunnudögum og
laugardagskvöldum, með því peir greiði 1 rdl. um leið og
Jjeir rita nafn sitt á lista hjá mjer.
Reykjavík, 9. júní 1874.
Benidikt Pálsson.
— Trjepontafannst undir Öskjuhlíðog ergeymd hjáút-
gefanda „Tímans“. Eigandi vitji og greiði auglýsingargjald.
Útgefendur: Nokkrir Reykvfkingar.
Ábyrgðarmaður: Páll Eyjúlfsson.
Prentaðar í prentsmiðju íslands. Einar pórbarson.