Tíminn - 19.09.1874, Síða 2

Tíminn - 19.09.1874, Síða 2
66 — Póstskipið «Díana> kom hingað 27. f. m. Með því komu læknarnir Tómas Hallgrímsson frá Hólmum er fengið hefur eystra læknisembættið i suðuramtinu, Ólafur Sigvaldason frá Bæ í Króks- firði og Júlíus Halldórsson Friðrikssonar. Þar að auki kom jómfrú Á. Thorgrímsen, húsfrú K. W. Maack og 4 ferðamenn skozkir.— Póstskipið fór aptur 5. þ. m. með því tóku sjer far: Bogi Pjet- tirsson biskups Og Porvarður Andrjesson Kjerúlf kand. í læknisfræði. Kaupmennirnir A. Thomsen og Símon H. Johnsen, húsfrú Sigríður Sœmund- sen, kona Eiríks Magnússonar bókavarðar, jómfrú Karólína Einarsdóttir, og jómfrú Puríður Hall- grímsdóttir frá Hólmum er ætlaði til Djúpavogs með skipinu, enn fremur: Dr.Rosenberg og margir Englendingar. — Með vestan- og norðanpóstunum frjettist: góð heyskaparnýting, grasbrestur meiri vestan en norðan, kulda-veðurátta, heilsufar gott og fáir nafnkenndir dáiö. Sigurður Gíslason seinast prestur á Stað í Steingrímsfirði dáinn 19.? ágúst. Aðsent. — Nú fer bráðum að líða að kjördegi ykkar Reykvíkinga, þá munu sumir segja: vjer skulum kjósa þá menn, sem vjer höfum traust á, að hafi einlægan vilja og vit, til þess að efla frelsi og og framför þessa lands, sem í mörgu tilliti þarf bráðrar viðgjörðar við, sjer í lagi hvað alla at- vinnuvegi snertir. Þá munu aðrir segja: er ekki bezt að halda við gamlan vana, og taka karlinn hann Halldór Friðriksson, þó hann hafi ekki verið á betri buxunum síðan hann kom í seinna sinni í bæjarstjórnina, og þó hann sje svo spreng- lærður að vjer ekki skiljum hann, eða skynjum á hvaða átt hann ætlar að vera, þá verðum vjer að telja bonum það til gildis, að hannhefur verið í og með að semja ritið »Hirðir«, og hann hefur mikillega stutt að því að mótollur kæmist á, einnig hefur hann viljað styðja að því, að vjer Reykvík- ingar borguðum toll af grjóti og beitu; hann hefur einnig af vizku sinni verið á móti stofnun laga- skóla hjer á landi, þótt aðrir framsýnir menn hafi álitið slíkan skóla einn hinn þarfasta. Eru þetta ekki hreystiverk þótt hann hafi ekki komið þeim öllum fram? Hann hefur verið einn af þeim, sem hefur stutt að því, að vjer fengjum hið tvískipta þing, og mun slík tilhögun, að okkar áliti ekki flýta fyrir afgreiðslu okkar málefna, og, sem aldrei getur unnið málefnum vorum það gagn, að það vegi upp þann kostnað, sem af því leiðir, og verður i engu tilliti færara um, að leysa málefni vor betur af hendi, en einskipt þing, ef rjett er á haldið. Hann hefur eigi verið því mótfallinn, að loka umferðar-götu hjer í bænum, og þannig gjöra atvinnuvegi manna erviðari, er þetta ekki vel- vilji ?! Það getur líka verið hagræði í því lilliti, ef hann væri valinn að þá kæmi má ske engin bænarskrá frá Reykjavík til þingsins, — því svo hefur heyrzt, að verið hafi á seinasla þingi, — og þarf þá enginn að slíta sjer út á því, að hugsa um slíkt, enda missir þingmaður ekkert við það, hann hefur sina þingpenÍDga fulla; það hefur heldur ekki verið venja þingmanna úr Reykjavík, að hvetja kjósendur sína til að senda bænarskrár til alþingis, enda gæti það verið ó- þægilegt fyrir þingmanninn ef slíkt kæmi fyrir, því helzt má gjöra ráð fyrir að í bænarskránum feldist aðrar skoðanir en þingmaðurinn gamli hefur, því þær munu flestum Reykvíkingum óljósar og ókunnar, ef þær annars eru nokkrar, sem nokkuð verulegt má á byggja. Það er líka eitt hagræði í því að halda gamla vananum áfram, að Halldór með fleirum tignum mönnum, hefur haldið oss þúsund ára hátíð á Öskjuhlíð, og lagt þar fram vit sitt og vilja að það yrði oss til mætrar minningarl? um koslnaðinn er ekki að tala, Reykvíkingar eiga að borga. Vjer Reykvíkingar, og Gullbringusýslumenn, megum líka muna eptir hinum eldri þingmönnum, hvað \el þeir hafa staðið í ístaði okkar með að Ijetta á okkur tollunum eða halda þeim í jafnvægi við aðra gjaldendurá íslandi; vjer eigum nú ein- ungis að gjalda eptir harðfisksverði, það er nú engin ómynd á því t. a. m. í gjaftollinum er fisk-

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/96

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.