Tíminn - 19.09.1874, Qupperneq 3
67
virðið ekki nema 193/10 sk-; vjerhöldumaðþiðstandið
ykkur við það piltar, sjer í lagi þegar þið eigið
ekkert til af harða fiskinum. Þessi 29 ár, síðan
alþingi byrjaði, hafa nú ekki enzt til að hefla þetta
betur, er ekki vel að verið?
Á þessu sjáið þið kjósendur góðir, hvað mað-
urinn er framsýnn, og að hann getur búið til á
ykkur endalausa tolla.
Nokkrir kjósendur í Reykjavik.
— PjóðhátíSarhaldið á Öskjuhlíð 2. ágúst þótti
tlestum Reykjavíkurbúum eigi hafa heppnazt vel,
sökum þess hvað staðurinn var illa valinn með
eitt sem annað; fyrir því gekkst Sigfús Eymund-
arson og iðnaðarmannafjelagið ásamt nokkrum öðr-
um Reykjavíkurbúum, er gengu i samband við
það að haldin væri að nýju skemmti-samkoma í
þjóðhátíðarminningu, er haldin var 30. ágúst n. I.
á túni Geirs Zoéga, er hann Ijeði ókeypis til þess.
Var auglýsing fest upp um hana, hvenær hún
byrjaði og um tilbögun hennar og að aðganga væri
"ólteypiS". Kl. 4l/2 e. m.á sunnudaginn 30.
ág. komu menn saman á Austurvelli til göngu á
þjóðhátíðarstaðinn, var þar sungið af Jónasi Helga-
syni og söngfjelagi hans 1. og seinasta versið af
kvæðinu «Eldgamla ísafold» var síðan gengið þaðan
vestur kirkjubrú upp á Landakotsstiginn og inn á
völlinn, er þannig var útbúinn:
Neðanvert á hóinum á efstu hæðinni á túninu
var settur ræðustól! og 2 stengur reistar skammt frá
með veifum og 2 veifum á ræðustólnum; 22 föðm-
um neðar í austur, varlagður danzpallur úr borð-
um, voru reistar háar stengur með veifum á við
4 horn hans og 4 lægri sten'gur á milli þeirra til
hliða með veifunum á, umhverfis danzpallinn láu
blómfijettingar á miðjum stengunum, yfir sjálfu
danzsviðinu voru krossrcistar 4 grindur,er vafðar
voru krönsum; upp úr miðju þeirra gekk stöng
er var hæst allra þeirra með veifum á; iampar
hjengu í 4 hornstöngum danzsviðsins og rúm 20
Ijós meðýmsumlitum eruppljómuðu danzsviðið auk
lampanna; 8 tjöld stóðu á túninu, skammt frá ræðu-
stólnum að norðauverðn, stóð tjald stúdenta, og
rjett við hlið þess norðanvert tjald G. Zoega.
Sunnanvert við ræðustólinn, stóð hlutafjelagstjald
Reykvíkinga, þá beint þar niður til austurs lengra
niður á túninu, stóð tjald E. Zoega, þá í beinni
línu til norðurs, tjald handiðnamanna, þá 0. V.
Gíslasonar og tjald konsúls E. Siemsens nyrst í
röðinni. Um kl. 5 byrjaði hátiðin, var fyrst sung-
ið minni Ingólfs er Steingr. Thorsteinson hafði
kveðið, að því búnu gekk Sigfús Eymundarson í
ræðustólinn og lýsti yfir að hátíðin væri byrjuð
síðan steig Mattías Jochumsson i ræðustólinn og
mælti fyrir minni konungs, slðan var sungið kvæði
á dönsku, og að því búnu hrópað upp lengi lifi
konungur vor Kristján hinn IX. Síðan var sungið
minni íslands, og eptir það mælti Steingr. Thor-
steinson snjallt fyrir minni íslands. Eptir það var
sungið minni Ingólfs, en Björn Jónsson kand.
hjeltræðu fyrir minni hans. t*ar næst var sungið:
«Upp úr risin ægi bláurn* o. s. frv. Eptir það
að hin ákveðnu minni hættu, stigu ýmsir í ræðu-
stólinn, Rosenberg er mælti snjallt fyrir minni
íslands og hinnar íslenzku þjóðar, þá 0. V. Gísla-
son þá E. Pórðarson, og enn fl. Kl. 7. hófst
danzinn er hjelst fram til morguns, en söngfje-
lagið söng ýms kvæði á millum, og nokkrir hjeldu
ræður, sem nú var sagt. Um kl. 10 byrjuðu
flugeldar, er stóðu yfir á annan tíma, menn skemmtu
sjer vel um nóttina, ýmist með danzi, söng, ræð-
um og samdrykkju, veður var hið bezta og blíða
logn, var samkomunni að mestu lokið kl. 6 morgn-
inum eptir.
— 22. dag ágústmánaðar var þjóðhátíð Hafn-
firðinga og Álptnesinga, haldin á Hvaleyrartúni.
Hátíðarstaðinn hafði undirbúið hinn góðfrægi faktor
Kristján Zimsen í Bafnaríirði, sem og að öðru leyti
tók að sjer alla umsjón hátíðarhaldsins. Þar voru
reist 2 stór tjöld og stórt skýli til kaffisðlu, danz-
pallur með stðngum á hverju horni með flöggum
var þar settur, og mörg ljós með ýmsum litum
hjengu þar yfir; kringnm svæðið voru settar marg-
ar stengur með veifura og flöggum, var þar mjög
fagurt yfir að líta á hinu víðsýna fagra túni. Fólk
var þar saman komið af Álptanesi, Hafnarfirði og