Tíminn - 19.09.1874, Qupperneq 4
68
margir úr Reykjavík, alls mun það hafa verið um
500 manns. Kl. 4 e. m. hófst samkoman, og
lýsti því þá yfir Kr. Zimsen, að nú væri byrjoð
þjóðhátíðHafnflrðinga og Álptnesinga, og fór síðan
fögrum orðum um, að biðjamenn að skemmta sjer
sem bezt væru föng á. Þar á eptir var sungið
kvæði af nokkrum skólapiltum, er þar voru, ttndir
forustu kand. chir. & med. Einars Gnðjohnsens.
Siðan hjelt Dr. Grímur Thomsen langa ræðu og
snjalla fyrir minni konungs vors, og minntist hann
þar meðal annars, hve ljúfmannlega og mildilega
konungur vor heföi komið hjer fram í öllu við-
móti. Þar næst var sungið kvæðið «Eldgamla ísa-
fold",og að því búnu mælti prófastur herra l’ór-
arinn Böðvarsson kröptnlega og skörulega fyrir
minni íslands, og sungið þar eptir: «Ó, fögur er
vor fósturjörð». Að því sungnti mælti Einar yfir-
prentari Þórðarson fyrir minni bænda skörulega
og einarðlega, kvað hann meðal annars furðu
gegna, hvað bænda vorra gætti, jar hjer væri
engin menntunarstofnun til í landinu til að
mennta þá, en aptur á móti sýslumenn og
prestar sem menntunarinnar nytu, hefðu gjört
og gjörðu sjer lítið far um að leiðbeina bænd-
um vorum; en hann óskaði og vonaði, að
bændurnir bráðum mundu hefjast til meiri verk-
legrar menntunar og þeirra enn betur gætaeins og í
fornöld, þar sem þeir þá hefðu verið kjarkurinn
og mergurinn í allri landstjórn vorri. Þar eptir
byrjaði danzinn, er hjelt allt af áfram með góðri
reglu, og söng á milli. Eptir nokkra stund mælti
Einar yfirprentari nokkur fögur orð lil forslöðu-
manns hátíðarinnar, og til Hafnfirðinga og Álpt-
nesinga yfir hófuð, fyrir hvað honum sem öðrum
mætti þykja mikiisvert, hve vel og þó frjálslega
samkoman fram færi, og kvað hann mikinn mun
á vera þjóðhálíðarhaldi Reykvíkinga á Öskjuhlíð,
eins og allir þar saman komnir Reykjavíkurbúar
yrðu að játa með sjer. Þar á eptir mælti ritstjóri
Þjóðólfs herra M. Jochumsson nokkur brýnandi og
hvetjandi orð til allra þar viðstaddra, út af hinni
stórmannlegu gjöf prófasts herra Þ. Böðvarssonar,
nefnilega Hvaleyrarjörð til alþýðuskóla, og til þess
að nota oss þessa heiðarlegu gjöf ættum vjer allir,
bæði sem heyrðum orð hans og hinir, að leggja
fram sinn skerf, eptir efnum 4, 8,12, 16 sk. hver,
því það væri þó þar með ekkert of heimtáð, þar
vjer hefðnm mikla og alvarlega hvöt til slíks á því
háleita tímabili, er vjer nú stæðum á, þar eð það
væri hin fyrstá hvöt fyrir oss alla, að alþýða vor
fengi meiri verklega menntun.
Eplir það voru ekki fleiri ræður haldnar, en
surigin voru mörg íslenzk kvæði, sem vel áttu við,
og danzinn hjelt áfram, og þar skorti ekki að fá
keyptan mat eður nokkra hressingu hjá herra
Iír. Zimsen, og þeim sem hann aðstoðuðu, og
hjelt samkvæmið áfram með góðri reglu og
glaðværð lil kl. 4 um morguninn.
íslands þústind ára hátíð.
Háskólinn í Lundi hefur í tilefni af 1000 ára
hátíðinni sent stiptisbókasafninu í Rvik gjöf, sem
er 100 fræðirit i 250 bindum, og 70 smáritlingar
ýmislegs innihalds. Hin helztu af ritum þessum
eru: æfisaga nafnkunnra sænskra manna í 23
deildum. Saga Svíþjóðar undir Gústaf Adolf öðr-
um. Rit þeirra Kellgrens, Staguels og Tegners,
og árrit háskólans í Lundi o. s. frv. Bækurnar,
er voru innbundnar í laglegt band, voru sendar
tneð leyfi hinnar dönsku stjórnar með »Jylland«,
og fylgdi þeim prentað gjafarbrjef sem einkum er
það tekið fram í, að með gjöftnni haQ menn eink-
um reynt að sýna hina bóklegu starfsemi háskólans.
— Frá Þrándheimi var send til 1000 ár hátíð-
arinnar hamingju-ósk er endar með þessum orð-
um: . . . »Sá guð, sem blessar þjóðirnar, farsæli
Islendinga, auðgi sögti þeirra eins og á hinni liðnu
1000 ára öld, og hetri æ meir og meir framtíð
þeirra». Hún er öll riluð fögrum stöfum, og papp-
írinn mjög fagur.
— Hamingjuósk frá Útþrændum hljóðar þannig:
«Til forseta alþingis íslendinga hra Jóns Sigurðs-
sonar Rvík. Tak hjer með á móli hinni bróður-
legustu heilsun og hamingjtiósk með lOOOasta
árið, og flyt hana vor vegna allri hinni ágætu ís-
lenzku þjóð, en hennar frægð nær allt til hinna
aumustu kofa í Norvegi. Heiður og heppni sje yfir