Tíminn - 19.09.1874, Qupperneq 6
70
Danmerkur 5 v., Noregs 4 v., Svíþjóðar 2 v.,
Ameríku 4 v., og Gesta íslands, öll eptir sira M.
Jochumsson. "þjóðhátiðarsöngur á Þingvelli 1874»,
8 v., eptir Steingr. Th. og «fslands minniáÞing-
ve!li», eptir M. J. «Minni konungs» á Þingvelli
1874, 5 v. eptir sama. Lofsöngur í minningu ís-
lands þúsund ára, 3 v. eptir M. Jochumsson, lagið
samið af hr. Svb. þórðarsyni Sveinbjörnsen í Edi-
naborg. "tjóðhátíðarminni Reykjavíkur». (30. á-
gúst 1874) Ingólfs? 4 v. og Fjallavísur, 3 v. eptir
Steingr. Thorsteinson. «America to Iceland» 7 v.
eptir Bayard Taylor, þýtt á íslenzku af M. Jochums-
syni. Til Island paa dets Tusindaars-Fest 1874,
7 v. eptir Benedicte Arnesen Kall. *Til Islandved
Tusindaars-Festen», 4. v. af Richard Kaufmann.
«For Kvinden», ved Ballet i Reykjavik, den 9.
August 1874, 6 v. eptir sama. Ved Tusindaars-
Festen 1874, for de islandske Minder, 5 v. af
Camillo Bruun í Kbh. Cttröndar-heilsing át ís-
lendingom pá landnáms-högtiden 1874, 38 v.
Ved Olav Jakobson Höyem. Nidaros den 29. júní
1874, 8 bls. 8to. "Þjóðhátíðin á Oddeyri 2. júlí
1874, kvæði og reglur yfir þjóðhátíðarhaldið.
Akureyri 1874, 12 bls. 12to. Þar að auki í ís-
lenzkum blöðum. «Á nýársdag 1874», 4 v. eptir
Brynjúlf Oddsson í «Tímanum» 3. ár 1874, 2.
blaði. Þýðing eptir sama mann á kvæði, 3 v. af
fröken Benedicte Kall i «Víkverja«, 2. ár 1874,
10. tölubl. •Þjóðhátíðarsöngur*, 8 v. eptir Bryn-
jólf Jónsson á Minna-Núpi, í «Víkverja» 1. ár
1874, 65. tölubl. 2 kvæði um «ísland» í »Auka-
blaði» við «Nfara», 13. ár 1574, nr. 11—12,
teljast kann ske eigi með þjóðhátiðarkvæðurn.
Kvæði, 20 v. á þjóðhátíð íslendinga á Grænavatni
við Mývatn 2. júlí 1874, eptir Jón Hinriksson í
»Norðanfara» 13. ár 1874, nr. 39—40. Iívæði,
2. júlf 184, 5 v. eplir A. J. «Nfara» 13. ár 1874
nr. 39—40. «Á þjóðhátíð skólapilta 1874 í Rvík
1. júlí 5. v. eptir Gest Pálsson skólalærisvein,
sjerstakt og í «Nfara» 13. ár 1874, nr. 37—38.
Kvæði á þjóðhátíð íslendinga í Kmh. 7. ágúst eptir
B. Gröndal og Gísla Brynjólfsson. 3 kvæði eptir
B. Gröndal, f «Skýringum á minningarbrjefinu um
þúsund ára byggingu íslands». Kmh. 1874, bls.
60—64.
MANNALÁT.
Á mánudagsmorguninn 7. þ. m. andaðistSip-
urður málari Guðmundsson Ólafssonar bónda á
Hellulandi í Skagafirði, og Steinunnar Pjetursdóttir,
á 41. ári, fæddur 1833. Sigldi til Kmh. 1849,
og nam þar málaraíþrótt á (þróttaskólannm hjá
prófessor Hetsch1. Kom inn til norðurlands vor-
ið 1856, sigldiaptur samsumars, og kom inn aptur
alfari 1858, og settist að í Reykjavik, þarsemhann
hafði bólfestu til dauðadags. Eptir það hann hafði
tekið sjer bólfestu á landi hjer studdi hann af al-
efli að þvi að íslenzkt forngripasafn kæmist á fót,
er Helgi Sigurðsson prestur á Setbergi var hvata-
maður til 1863, og hefur safn þetta eflzt og auk-
izt fyrir árvekni og dugnað Sigurðar sál. er ella
mundi hafa orðið lítið úr, og hefur hann með frá-
bærri iðn og atorku haldið því fram síðan, og rit-
að skýrslu þess m. fl. þar að lútandi, í «þjóðólfi»
13.—19. ár og 21. ári, og í «Víkverja» 1. ári 53.
—54. bl. Sömuleiðis sjerstaka skýrslu þess, Kmh.
1868. Um kvennbúning á íslandi í «N. fjel.r.»
17. ári 1857. Ilann hafði með óþreytandi elju og
ástundan lesið sig inn f sögurnar og fornfræði
vora svo undrun sætti, og ritað ýmislegt er að
því hnígur efninu til skýringar með uppdráttum,
er það undrasafn og dýrmætur fjársjóður fyrir
sögu vora og fornfræði, er aldrei mun fyrnast svo
lengi sem þessu hvoruveggja verður gaumur gefinn.
Pað yrði hjer oflangt mál og eigi vaxið þekking
vorri, ef telja ætti upp allt það sem liggur eptir
þennan einhvern hinn mesta lista og iðjumann
vorra tíma, að eins sem sýnishorn auk hins áður
talda viljum vjer telja, er vjer kunnum að nefna:
Lýsing af uppdráttum af húsakynnum íslendinga og
vopnum fornmanna; um búning karlmanna til 1400
og um búning kvenna í fornöld til 1400. Um klaust-
ur; lýsing á Þingvöllum með búðaskipun með
uppdrætti. Myndir af ýmsum mönnum m. fl.
Sigurður sálugi var hægur i framgangi, jafnlyndur
1) Sjé „Jijíbrtlf* 6. ét 1853 Nr 131.