Tíminn - 21.12.1874, Qupperneq 3

Tíminn - 21.12.1874, Qupperneq 3
91 1. bekkur: 1. Pálmi Pálsson, Steinssonar, bónda að Tjðrn- um í Eyjafjarðarsýslu. 2. Lárns Ólafur Þorláksson, Stefánssonar, d. prests á Undirfelli í Húnavatnssýslu. 3. Jón Jónasson Thorsteinsen, d. sýslumanns í Suður-Múlasýslu. 4. Hannes Þórður Pjetursson Havstein, amt- manns í Skjaldarvík í Eyjafjarðarsýslu. 5. Jón Jakobsson, Benidiktssonar, prests að Hjaltastað í Norður-Múlasýslu. 6. Bjarni þórarinsson, Árnasonar, d. jarðyrkju- manns í Syðra-Langholti í Árnessýslu. 7. Jónas Jónsson, Jónssonar, bónda í ílörgs- holli í Árnessýslu. 8. Hálfdán Helgason, Hálfdánarsonar, kennara við preslaskólann í Reykjavík. 9. Jón Jónsson, Sigfússonar, dáins tómthús- manns í Reykjavík. 10. Þorgrímur Þórðarson, Torfasonar, tómtbús- manns í Vigfúsarkoli í Reykjavík. 11. Finnbogi Rútur Magnússon, Jónssonar, dáins bónda á Brekkum í ísafjarðarsýslu. 12. Jón Gíslason, Ólafssonar, bónda á Eyvindar- stöðum í Blönduhlíð í Ilúnavatnssýslu. 13. Emil Herman Ludvig Schou, sonur verzlun- arstjóra Ludvigs Johans Christjans Schou’s. FJÁRKLÁÐINN. Öllum mönnum er kunnugt hvernig fór með fjárkláðann á 18. öld, hann kom upp árið 1760, og fór að lokum svo að endir var á honum gjörð- ur með niðurskurði. Til þessa var orðin fullkom- in ástæða og má sjá það af formálanum fyrir til- sk. af 1772 sem prentaður er í Þjóðólfi 8. árg. bls. 146. Þar er sagt að »íslcndingar hafi sýnt stærstu forsómun f því að varna útbreiðslu sýk- innar», raargir hafi verið svo «ljeltsinnugir og ó- mannlegir að færa sjúkt fje inn í heilbrigð- ar sveitir, þeir hafi verið eigi nóglega aðgætnir eða ásáttir um að afmá leifarnar af hinu sjúka sauðfje, blandað saman sjúku og ósjúku fje, þó að flestra samþykki hafi verið fengið, þá haö aðrir sett sig á móti því» o. s. frv. Þetta er nú dómurinn í kláðamálinu á 18. öld sem gjörður var að ástæðu fyrir algjörðum niðurskurði og sýndi árangurinn af honum, að í alla slaði var rjett og hyggileg aðferð, því sýkinni var þar með útrýmt um mjög langan tíma. Þessi tími var alllangur því það var fyrst um snmarið 1855 að grunsamt fór að verða um ein- hvern kláðavott, en það var eigi gengið úr skugga um tilveru sýkinnar fyr en á álíðandi sumri árið 1836. Vjer ætlum ekki að segja sögu þessa fjár- kiáða hjá okkur. Hann hefir verið nú þegar á suðurlandi einvaldur um rúm 18 ár, og nú sem stendur verður eigi sjeð fyrir hver endir á að verða. Það er nú í almannamæli að sýkin hafi lálið sjá sig á Iíjalarnesi ofanverðu, í Mosfellsvveit, Þingvallasveit, Grafning, Ölvesi og jafnvel víðar. Vjervitum eigi sönnur á þessu og ábyrgjumst eigi, neinar sagnir um það, en það má fullyrða að fjárkláðinn hefur gjört vart við sig á svo miklu svæði að hætta er búin öllu landinu, að hann fari eins og logi yfir akur, og á stultum tíma eyðileggi liinn helzta bjargræðisstofn lands vors. Oss hefur eigi borizt fregn um að nokkur almenn skoðan hafi verið gjörð. Það er lík- legt að sveitastjórnirnar hafi látið skoða hjer og hvar, en það hefur eigi spurzt að skýrsiur þessar hafi komið til amtmannsins sem ætti að hafa bæði tögl og hagldir, til þess að fyrirskipa og líta eptir að eitlhvað sje gjört. Dýralæknirinn, sem er vel að sjer til bókarinnar, er launaður af jafnaðarsjóði amtsins, og ef að hann færi um sveitirnar, gæti hann þó að minnsta kosti samið skýrslu um hvar vart hafi orðið við sýkina og sagt hverja viðleitni menn hafa við til þess að vinna á sýkinni. Svona er nú þessu varið, og eins og vjer sögðum áður, hinn helzti bjargræðisvegur vor er í yfirvofandi háska. Á nú að byrja aptur hin sorglega saga kláðamálsins sem hefur leitt hvern atburðinn af sjer öðrum verri í rúm 18 ár? Á nú eins og áður hver hendin að verða upp á móti annari ; sama samtakaleysi og áður, viljaleysi

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/96

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.