Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1897, Side 2

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1897, Side 2
2 þar meðan sigling var upp í Gufá. Enga áherzlu legg jeg samt á það, hvort tóftin á Lambatanga er forn búðatóft eðaekki. Um það er ekkert hægt að fullyrða. Milli Gufáróss, þar sem hann er nú, og Hvítáróss er nokkuð langt um flóð. En í fornöld, meðan landið var svo miklu breiðara, eru líkur til að Gufárós hafl verið töluvert austar og nær Hvítárósi. En Gufuskálar hafa verið fyrir austan Gufárós en vestan Hvítárós. Hafa þeir því í fyrstunni, er þeir fengu nafnið, verið nálægt Fjarðarbotninum ofan frá Ferjubakka, en smámsaman færst norðvestur á við, unz þeir hurfu með öllu. Þegar þetta er haft í huga, verður ferð Þórðar Kakala (Sturl. 7. þ. 10. k.) jafn auðskilin eins og hún virðist torskilin, ef landslag á þessum stöðum er hugsað að hafa verið eins og nú, og Gufuskálar nálægt Gufárósi sem nú er. Þar segir svo: »Reið Þórðr þá ofaneftir dal ok ætlaði yflr um á at Gufuskálum, og svo vestr Langavatnsdal. En En er hann kom ofan á Völlu, var sagt at ei væri hrossís yfir ána; $neri þá flokkrinn allr upp til Grófarvaðs«. Hjer stendur raunar: »ofan« til Grófarvaðs; en það er auðsæ ritvilla, — En örnefnið GufuaTcálar mun vera rjett. Þar niður við ósinn, — hjá eða skammt frá þessum alþekkta stað, sem því var sjálfsagt að niiða við, — leggur Hvitá fyr enn annarsstaðar; heflr Þóiður þózt ganga að því vísu, að eftir norðanveðrið, sem undan var gengið, hlyti hún að lialda þar. Og þó það væri mikill krókur að fara ofan þangað, er siðan skyldi þó ríða Langavatnsdal, þá mátti telja það tilvinn- andi, til að komast tafarlaust yfir ána; enda hefir það ekki verið fyrirsjáanlegt um morguninn, að þá væri nokkurt vað á herini fært fyrir ísskriði. Var því ekki um annað að gjöra enn fara krókinn. Hefir Þórður því farið sem beinast úr Lundarreykjadal ofan á Völlu. Ari á Lundi hefir ógjörla vitað hvar Þórður mundi fara um hjerað- ið; hann reið fil Bæjar »sem hvatast«, »er hann varð varr við flokk Þórðar«. Hann hefir ekki beðið þess, að hafa tal af þeim, en þótt vissara að vara Böðvar við í tíma, eins og nærri má geta. — Svo er að sjá, sem veður hafi gengið til þiðu, er frarn á daginn kom. Þegar Þórður kemur á Völlu, er frost svo dregið úr, að ísnum sem nýlagður var á ána, þótti ekki treystandi; enda ísskriðið faiið að rjena svo, að nú sást, að Grófarvað mundí verða orðið fært þegar þangað kæmi. Þórður er því á rjettri leið þangað, er hann fellur í síkið upp frá Þingnesi. — Kolbeinn hefir líka ætlað, að áin væri fær á is niðurfrá, en vöðin ófær. Hann er i engum efa um að elta Þórð »ofan á Völlu«. Þangað hefir hann kornið er Þórður var ný- farinn. Þetta sýnist allt mjög ljóst og auðskilið. Hygg jeg vafa- laust, að Sigurður sál. Vigfússon hefði komizt að þessari sömu niður- stöðu, ef hann hefði hitt fvrir nógu kunnuga menn til að bera sig 4

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.