Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1897, Blaðsíða 28

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1897, Blaðsíða 28
28 öll hafa verið máluð innan og með rnyndnm. En 1830 1jet sjera Stefán Þorsteinsson endurnýja súð hennar og þilverk, sem þá var rajög farið að fúna. Var þilverkið, sem jeg man eftir, að mestufrá þeirri viðgerð, og líka rimagrindurnar í milligerðinni milli kórs og kirkju. Framþil hafði þá verið sett nýtt, en þó sama Imrð og dyra- umbúningur. og stóð það fram á mina daga. En 1857 ljet sjera Skúli Gíslason smíða nýtt framþi! á kirkjuna með nýrri hurð; en hin gamla var mjókkuð og höfð fyrir þinghússhurð meðan hún ent- ist. Hvað um hringinn varð, vissi jeg ekki. Eftirmynd eða sýnishorn af útbrotabyggingarlaginu hefi jeg nú látið smíða handa forngripasafninu, og er nú nr. 4101 meðal gripa safnsins. Það gjörði að mestu Guðmundur bóndi á Baugs.stöð- um, bróðir minn, efr.ir minni fyrirsögn, er jeg lagaði eftir Stóra- Núpskirkju, þeirri er nú var lýst. Sú var í fyrstu ætlan mín, að sýna einungis grindina sjalfa og króhbetrkjaskotin, sem einkum ein- kenna »útbrotabggginguna«. En við nánari umhugsun sá jeg, að þörf var d að sýna sem flest af því, sem gjörði slikar kirkjur frá- brugðnar kirkjum nú, svo sem kbrdyraumbúning, klukknarambhöld og dyraumbúning þar undir kyrkjudyr með hurð, kórgluggaramma og þilglugga að framan. En til þess þurfti að setja þilborða-sýnishorn eitt hvorunt megin kirkjudyra, (og er milliþil sýnt um leið). En þver- stykkin, sem eiu innanundir framþilsgluggunum, eru að eins til stvrktar, en ekki af því að svo væri í kirkjunni sjálfri. Sama er að segja um þverslána undir kórgluggarömmunum. Hún er sett til að halda þeim föstum, en var ekki í kirkjunni sjálf'ri. Þess ber að geta, að kórgluggaratnmarnir urðu í stærra lagi. Litla gluggann sem var á framþilinu uppundan kirkjudyrum, gat jeg ekki látið sjást, því þá hefði orðið að byrgja ofmjög fyrir sýni gegnum framgaflittn. Þakglugganum hjá prjedikunarstólnum varð líka að sleppa, þvf óhægt var að koma honurn fvrir. En þrátt fyrir þessa galla vona jeg að sýnishornið gefi nokkurnveginn rjetta hugmynd um það, sem það á að sýna. Hvorki er sýnt altari, prje- diktinarstóll nje stólar, ekki heldur þilverk eða súð, -— nema eitt borð hvorum megin til styrktar, — því ekkert af þessu var ein- kennilegt fyrir það byggingarlag, sem verið er að sýna. Ekki hefir mjer heldur þótt þörf á, að lýsa hjer ítariega út- skurði eða málverkum í kirkjunni, þar eð allt slíkt, sem nokkuð kvað að, er vel geymt, sumt er i kirkjunni enn, en sumt, og raun- ar flest er komið á forngripasafnið. Brynjblfur Jónsson.

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.