Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1897, Blaðsíða 3
3
saman við. Um aðra staði, sem hann nefnir i þessu sambandi, svo
sem Grófarvað, Bakka, Bakkavað o. fl. er jeg honum alveg samdóma
og vísa til þess sem hann hefir sagt. (Árb. fornl.fjel. 1884—85, bls.
106—112).
II. Grímólfsstaðir.
Svo segir í Eglu, k. 28 : »Grímólfr byggði f'yrst á fírlmólfx
stöðum. Við hann er kennd Gnmólfsfít og Grímólfslœkr«. 011 þessi
örnefni eru nú týnd; en Grimólfskelda lieitir mýrarkelda ein, er
rennur til austurs í vogsbotninn, sem er austanhalt niðurundan bæn-
um Hamri. Kelda þessi er enginn »lækr« og hefir vist aldrei verið.
En vogurinn sem þar er, og fyllir út milli Einarsness og Digraness
(nú Borgarness) hefir til forna verið litill eða enginn; hefir þar ver-
ið flæðiengi sem nú er sjór; hefir keldan, er hún kom þar ofan á
engið, orðið að læk, er þar hefir runnið út í sjóinn. Vestan fram
með þeim læk mun engið hafa heitið Grimólfsfít. Holt eitt litið er
snnnanmegin keldunnar nokkrum föðmum ofar en hún kemur nú
f vogsbotninn; á því holti er rúst, f'ornleg og óglögg; eigi er hægt
að ákveða stærð hennar, því af austurenda holtsins hefir allurjarð-
vegur blásið burt og er flagið nýgróið; hefir þar blásið burt austur-
liluti rústarinnar. Norðan og vestan við hana eru líka dálítil rof.
Finnast þar molar af sindri og gjalli. Jeg hirti þar lítinn mola, sein
leit út fyrir að vera hálfbræddur járnsteinn, og gaf jeg hann forn-
gripasafninu. t>að er sennilegt að þessi rúst sje cftir af bænurn
Grímólfsstöðum; bendir keld.m einkum til þess. En eigi ber afstöðu
þessarar rústar allskostar heiro við afstöðu rústar þeirrar, er S. V.
ætlar vera Grímólfsstaði. Þó má vera að allt sje sama rústin, og
hafi hann ekki sjeð hana sjálfur, en farið eftir annara sögn og henni
eigi vel greinilegri.
III. Granastaðir.
Svo segir í Egiu, 28. k: »Grani bjó á Gianastöðum í Digra-
nesi«. Digranes er hið sama nes, sem nú er kallað Borgarnes.
Nafninu var breytt þá er það var gjört að verzlunarstað. Það er
allstórt nes, myridað af misstórum klapparásum með lautum og sund-
um á milli. Rústir fann jeg þar á þiem stöðum. Hin syðsta er
spölkorn fyrir norðan Skallagrímsdal; hún er í brattri brekku sunn-
an i háum ás vestantil á nesinu. Hún er gamalleg og mikil um
sig, en hefir þó helzt útlit fyrir að vera stekkjartóft. Bæjartóft er
það auðsjáanlega ekki. Miðrústin er lengra mn á nesinu austan-
1*