Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1897, Blaðsíða 4
4
til; það er allglögg stekkjartóft og eigi gömul. Þriðja rústhi er
næstum innst á nesinu vestanverðu. Gengur þar klapparnef vest-
ur í voginn; en sjór hefir brotið sig inn með því báðum megín, er
áður má hafa verið láglent graslendi. Nefið er hæst að framan,en
slakki milli þess og ásbrekkunnar fyrir ofan. I þeim slakka er
rústin. Hana hygg jeg vera rúst Granastaða. Hún er allstór um
sig: um 12 faðm. frá austri til vesturs og um 9 faðm. frá norðri til
suðurs. Eigi var hún glöggvari en svo, að jeg varð að láta grafa
í hana skurð, til þess að fá hugmynd um legu veggjanna. Þóttist
jeg sjá, að hjer mundi vera 3 tóftir samhliða frá norðri til suðurs,
en þó breitt bil milli hinnar austustu og hinna tveggja; en þær aft-
ur hafa að eins vegg milli sín. Vestasti veggurinn leit út fyrir að
hafa verið um 4 álna þykkur, en tóftin að eins rúml. 3 álnir á
breidd; milliveggurinn nær 3 al. þykkur og innri tóftin þar á borð
við; en innsti veggurinn, við millibilið, eigi meir en svo sem l’/a al.
þykkur. Millibilið 3 faðma breitt, og ætla jeg að vottað hafi fyrir
hleðslu fyrir öllum suðurenda þess. I norðurendanum hugði jeg
það opið að mestu eða öllu. Austasta tóftin var um 8 al. breið.
Vestur veggur hennar, sem að millibilinu vissi, virtlst glöggvari en
hinir áðurtöldu; en er i hann var grafið, urðu fyrir sundurlausir
steinar, en eigi samfelld hleðsla, og gat jeg því eigi ákveðið þykkt
hans. Má vera að þar hafi hizt á dyr, er snúið hafi inn að milli-
bilinu. Þó skal jeg ekkert fullyrða um það, og yfir höfuð ekki um
dyr á neinni af tóftum þessum. Norðuretida austustu tóftarinnar
ljet jeg grafa út, lágu þar steinar miðsvæðis, er mynduðu eins og
dálitinn flór og ferhyrnd hola við notðurenda hans, þó vantaði stein
fyrir norðttrhlið hennar. Þetta hefði getað verið eldstæði, en elds-
litur sást þó ekki á steinunum. — Vegna óveðurs og vegnaþessað
verkamenn voru torfengnir um sláttinn, varð jeg að hætta þessum
útgrefti án þess að komast til fullrar vissu. En þess gætti jeg, að
eigi væri haggað steinum þeim, er í ljós komu er grafið var.
IV. Hvar bar kistu Kvöldúlfs aö landi?
Svo segir í Landn. I. 18.: »Grímr enn háleyski . . . var for- •
ráðamaðr með Kvöldúlfi á því skipi er hann stýrði; .. . ok er mjök
sóttist hafit tók Kvöldúlfr sótt; hann bað þess, at kistu skyldi gera
at líki hans ef hann dæi, ok bað svá segja Grími syni sfnum, at
hann tæki skammt þaðan bústað á íslandi, er kista hans kæmi á
land, ef þess vrði auðit. Eftir þat andaðist Kvöldúlfr, ok var skot-
it fyrir borð kistu hans. Þeir Grímur sigldu suðr um landit, . . .
vestr fyrir Reykjanes ok stefndu inn á fjörðinn; skildi þá með þeim