Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1897, Side 7

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1897, Side 7
7 ekkert er eftir; þar er allstaðar svartur sandur, víðast blautur, en undir honum rauðleit klöpp, ekki allhörð ( járngrjót«), og er mylsna úr henni víða i sandinum. I bungunni, sem fyr er getið að jeg * gróf í, liggur sundursprunginn biágrýtishrvggur oían A henni og möl og sandur utan um. — Vegurinn til Borgarnesskaupstaðar ligg- ur skáhalt yfir dalinn. Rjett vestan við veginn, í miðjum dalnum, er Skallagrímshaugur. Hann er nú ekki annað enn ávöl bunga úr grjóti og sandi, næstum kringlótt. Laut er ofan í og norður úr, og var hún fuli af sandi, er jeg kom þar. Lautin sýnir vegsumtnerkin, að gratið heflr verið í hauginn. Fyrst er sagt, að Húnvetningur einn ltafi orðið til þess, enn eigi eru ljósar sagnir utn það: þó er helzt í orði, að hann hafi hætt við hálf-gjört verk ; hefir það líklega komið af því, að honum hefir ekki þótt árennilegt, að eiga við stein þann hinn mikla, setn lagður hafðt verið ofan á steinþróna í haugn- um. En svo gróf Andrjes Fjeldsteð óðalsbóndi á Hvílárvöllum hauginti upp 1866. Þeir voru 6 saman, og var einn þeirra Jónas Guðmundsson smiöur, bróðurson Þórðar yfirdómara Sveinbjörnssonar. Hann var þá heimamaður á Hvítárvöllum, en býr nú á Ölvalds- stöðum, 65 ára gamall; hann er greindur og vel að sjer og þykir áreiðanlegur maður. Hann skýrði mjer frá haugrofinu svo, sem nú skal greiná: Þá er þeir komu að haugnum, leit hann út sem ávöl grjóthrúga og stórt bjarg á kollinum. Þeim tókst að velta því af. þar undir fundu þeir sporöskjulagaða steinþró, hlaðna úr stórgrýti, og var hún full af sandi og aur. Þóttust þeir ekki mundu geta náð öllu upp úr hentti, án þess að rifa hana sjálf'a til týmkunar. Og þar eð þeir bjuggust við, að hún væri gjör af stórgrýti er lengra kæmi niður, þá gjörðu þeir fyrst gtöf mikla vestan við þróna, til að velta í grjótinu. Samt köstuðu þeir út steinunum, sem ofan til voru og þeir gátu vcl við ráðið. Loks komu þeir niður á móhellu (rauðaberg) og höfðu þá rutt mest öllu grjóti úr þrónni. Á botni hennar fundu þeir mikið af járnryði, en ekkert beinogengan málm annan. Öll var hleðsla þróarinnar úr lagi gengin, og álitu þeir, að hún mundi hafa hrunið, þá er upp úr henni var mokað, þó þeir hefði ekki rifið hana. Lengd hennar frá norðri til suðurs var hjer > um bil 4 álnir, en breidd frá austri til vesturs um 3 álnir. (Þeir mældu það ekki nákvæmlega). Ekki sáu þeir tneð vissu vegsutn- merki þess, að haugurinn hefði áður verið grafinn eða steinþrónni haggaö. Þó voru þeir ekki óhræddir um það. ískýrslu, erAndrjes sjálfur gaf um þetta haugrot (Skýrsl. forngr. Isl. II. 45—46; Árb. fornleifafjel. 1886, bls. 7), er þess getið, — sem Jónas mundi ekki eftir, — að »A eina hlið haugsins var öðruvísi Jagt grjótið og sumir steinar utar«. En mundi þetta eigi geta stafað af þeirri röskun á

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.