Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1897, Qupperneq 8
8
hleðslunni í haugnum, sem Egill hefir sjálfur hlotið að gera, er hann
»lagði Böðvar niður hjá Skallagrími«. Steinninn mikli, er þeir veltu
af haugnum, liggur enn utan í honum við veginn, en gröfln, sem
þeir grófu í hauginn,' heflr fyllst af foksandi. Ljet jeg moka hon-
um burt, til að sjá leifar þær, er eftir kynnu að vera af steinþrónni.
En, því miður, var ekki einu sinni undirstaðan óhreifð, nema lítið
eitt austan megin. Er þar mikill skaði orðinn, en tjáir eigi um að
tala. Vestur frá haugnum var dálítil grjótbreiða í sandinum, eigi
ólík því að geta verið leifar af dys. Þar gróf jeg til, en fann ekki
annað enn klofning af hálffúinni hesttönn. Datt mjer í hug, að
hestur Skallagríms kynni að vera dysjaður þar, en eigi í haugnum
hjá Skallagrími sjálfum. Þó sagan bendi helzt til þess, gæti það
verið ónákvæmtii. En ekki er farandi út í slikt, þar sem eigi er
við meira að styðjast.
VI. Bjarnai-töður.
Svo segír Egla, k. 33. »Skallagrímr.......bauð þeim Birni
báðum til sín með alla skipverja sína. Björn þekktist þat. Var þá
fluttr farmr af skipinu upp í tún at Borg. Settu þeir þar búðir
sínar, en skipit var leitt upp i læk þann er þar verðr. En þar er
kallat Bjarnartöður er þeir Björn hötðu búðir. Björn ok þeir skip-
verjar allir fóru til vistar með Skallagrími«. Menn heflr greint á
um, hvar Bjarnartöður muni hafa verið. Sumir ætla, að þær hafl
verið í heimatúni á Borg. Þar er rúst ein, fornleg og óglögg, í
brekku-brúninni rjett fyrir neðan bæinn, vestur við lækjarbakkann
og þar sjer fyrir nausti niður við lækinn. Heflr þess verið getið
til, að þessi rúst sje af skála Bjarnar, og að þar hafi verið naustið,
er skip hans stóð i. Er þá sjerstaklega litið til þess, að sagan segir:
»upp í tún«, og »BjarnarföÚMr« benda líka á tún. En hvað sem þvi
líður, þá segir það sig sjáift, að ekki hefði verið gefið sjerstakt ör-
nefni þeim hluta túnsins, er liggur við bæinn sjálfan. Og naust-
tóftin sýnist að vera smáskips naust frá síðari öldum. Þvi hafa og
aðrir getið til, að Bjarnartöður hafi verið á hól þeim, er verður
vestan meginn við lækinn gagnvart bænum. Þar sjer móta fyrir
skálatóft, sem þó virðist búið að taka úr grjót allt, — hafi það
nokkurt verið. A þessu máli var Sigurður sál. Vigfússon. Heflr
hann álitið, sem líka er rjett, að þó nú sje rnöi á hólnum, hafi þar
yetað verið tún áður. Og það vill nú svo vel til, að sýna rná vott
þess, að þar liefir verið ræktað land áður og þá auðvitað tun. Þar
liggur nefnilega forn garður með hólnum öllum að ofanverðu austan
frá læknum vestur og ofan að mýri. Lækurinn skilur hólinn frá