Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1897, Side 9

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1897, Side 9
9 heimatúninu á Borg, og lá því beint við, að get'a aukatúninu í hóln- uni sjerstakt nafn. — Enginn virðist hafa orðið til að benda S. V. á garð þenna; annars hefði hann getið hans, og án efa talið hann góðan stuðning fyrir skoðun sína, sem hann enda virðist ekki hafa verið í vafa um. Þar eru engar líkur móti, en margar með, sem S. V. hefir bent á. Þó tel jeg þessa eigi hvað minnst verða. — Nú ætlar Einar prófastur Friðgeirsson á Borg að græða tún á hóln- um að nýju; Bjarnartöður geta þá aftur farið að bera nafn með rentu. Norðanvert við tóftina sjer fyrir rústaleifum i hólbrekkunni, er liggja ofan að læknutn. Hvort það eru leifar af nausti, eða eitt- hvað annað, er ekki liægt að segja. Þær eru svo óglöggar. VII. Skáli Skallagríms. Það mun hafa verið algengast, að fornmenn væri neygðir þar, sem hauginn sá frá karldyrum. Hvað Skallagrímshaug snertir, gat þetta því að eins átt sjer stað, að skálinn hafi staðið vestar enn bærinn stendur nú. Nú hafa og komið fram líkur til þess, að svo hafi verið. Einar prófastur hefir nýlega byggt timburhús með kjall ara undir vestan við bæinn að Borg, og þá er grafið var fyrir kjallaranum, varð fyrir, vestast í honum, mjór og aflangur fiór, er virtist hafa steinaraðir á báðum jöðium. Það er varla efamál, að þetta hafi verið arinn í eldaskála. Eigi varð hjá því komizt, að taka þetta burtu, því annars hefði kjallarinn varia fengið hálfa dýpt. En til alirar hamingju var þetta að eins austurendinn af arninum. Nokkuð, Hklega talsvert, er eftir af honum, og er þess að ieita undir skúrgólfi vestan við timbuihúsið. Tjáir sjera Einar sig fúsan til að leyfa gröft í skúrnum, ef Fornleifafjelagið óskar þess. Hafi nú þetta verið arinn Skallagríms, sem geta má til, þá hefir skáli hans verið vestar, eða að minnsta kosti gengið lengra vestur, enn bærinn er nú; og þá gat það vel átt sjer stað, að haugurinn sæist frá karl- dyrum. VIII. Vestiirtakniöik á laiuliiáini Skallagfríms. Svo segir Egla, k. 28. : »Þá nam Skallagrímr land milli fjalls ok fjöru, Mýrar allar út til Selalóns ok it efra til Borgarhrauns«. Nafnið Selalón er nú týnt; en almennt ætla menn, að það sje Kald- drÓH. Líklegra þykir mjer þó, að allt hið mikla lón fyrir innun Gömlueyri hafi heitið Selalón fyrrum. En út í það fellur Kaldá, svo þetta kemur í sama stað niður. Borgarhraun ætla flestir að sje 2

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.