Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1897, Blaðsíða 11

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1897, Blaðsíða 11
11 er horfirm og landið að blása upp, bæði tún og útjörð. Þar er rnó- berg fyrir ofan túnið og hellar í. Einn þeirra er Sönghellir-, hann er nú nær fullur afsandi. Þar sjer og glöggt fyrir öðrum helli, sem hefir hrunið niður. Hann hefir verið mjög víður og öil framhlið hans opin og hlaðið undir. Því get jeg hans, að mjer kom i hug, að fornmenn mundu hafa kallað hann Hít, og kennt við hann dal- inn, ána og bæinn. Seinna, — og þó áður enn Bárðarsaga var rituð, — hefir hann þá týnt nafninu og verið kallaður Hundahellir en //«t«r-nafnið orðið að tröllkonuheiti. Þó held jeg þessari getgátu ekki fast fram. Eins vel getur t. a. m. dalunnn haft nafn af land- námskonu, er hafi verið kölluð »Hít« að viðurnefni. I kirkjugarð- inum eru tveir legsteinar: annar yfir sjera Sæmundi Oddssyni, hann er úr marmara; hinn er yfir sjera Oiafi Jónssyni; hann er úr Húsa- fellssteini eða líkri steintegund. Sæmundarsteinn er við dyr kirkju- tóftarinnar og snýr frá landnorðri til útsuðurs; mun hafa átt að færa hann burt, en verið hætt við það. XI. Grettisbæli í Fagraskógsfjalli. Eigi gat jeg farið upp á tindir.n Grettisbœli. En sagt var mjer, að eigi væri torvelt að komast upp á norðurenda hans, þar sem hann er áfastur aðalfjallinu, og að þaðan mætti komast fram á suðurenda hans eftir sljettri berghyllu, er lægi langs með kletta- bríka-röðinrii sem er efst á tindinum, austan undir henni, alla leið fram að gatinu, sem Grettir á að hafa búið í. Þó fann jeg engan, sem sjálfur hafði komið þangað og menn vissu ekki af neinum nú- lifandi, sem hefði reynt til þess. Gatið sjest vel neðan af veginum, og getur því ekki verið mjög lítið. Hvort hátt er upp i það af berghyllunni, gat enginn sagt mjer. En þó að það kunni að vera nokkuð hátt, gat Grettir vel gjört tröppur í móbergið, þó þær sjá- ist nú að líkindum ekki, því móbergið máist. I það var og hægt að negla voðirnar. Jeg efast mjög um, að full ástæða sje til að rengja það, sem sagan segir um þetta. XII. Hoftótt að Hofstöðuin í Miklalioltslirepp. Þó eigi fari sögur af þvi, að hof hafi verið á Hofstöðum 1 Miklaholtshrepp, þá sýnir bæjarnafnið, að svo hefir verið. Þar er lika sýnd »hoftóft« niðri i túninu. Það er ávalur hólbali, hæfitega stór til þess, að geta verið allur ein rúst af stóru hofi, og er ekkert á móti því. að þetta sje hin rjetta hofrúst i raun og veru. En eitt- 2*

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.