Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1897, Blaðsíða 12

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1897, Blaðsíða 12
12 hvað annað hefir síðar verið byggt þar ofan á, eftir þvi sem tófta- lögunin lítur út. X[TT. Straiimfjarðar þingstaður. Svo segir i Eyrb. k. 57.: »Þetta sumar tók Þorsteinn úr Haf- fjarðarey Rauðmelingagoðorð ór Þórsnessþingi............ tóku þeir frændr þá upp þing í Straumfirði ok höfðu lengi siðan«. Þar sem Straumfjarðará fellur út 1 fjörðinn, eru klappir báðum megin við mynni hennar. Klöppin að vestanverðu er meiri, bæði að hæð og ummáli. Hún heitir Búðahamar. Er þar hamar, nokkuð hár, aust- an megin og sunnan, eða við ána og sjóinn, en afhallandi er til vesturs, þar sem hamarinn er landfastur, og til norðurs, þar sem hann liggur að lóni, eða litlum vogi, er gengur vestur úr ánni. — Hamarinn er grasi vaxinn austan og vestan til; en all-breitt belti yfir um liann miðjan er blásinn melur. A hamrinum eru 7 búða- tóftir, flestar nokkurn veginn glöggar, og hefir S. V. lýst þeim í Árbók fornleifafjelagsins 1893 bls. 66—67, og hefi jeg ekkert við þá lýsingu að athuga, nema að jeg hygg að á bls. 66. línu 13. neðan frá, sje ritvilla: »vestur« fyrir: noiðvestr, sem lítið gjörir til. S. V. heflr merkt búðatóftirnar með svigatölum (1 7) og fylgi jeg sömu röð á uppdrætti þeim, er jeg iæt fylgja. Auk búðatóítanna sjást leifar af mannvirki nokkru (8) nærri norðvesturhorni hamarsins. Lögun á þvi er ekki hægt að ákveða, því svo er að sjá, sem úr þvi hafi verið tekið grjót, líklega í vörðu (9), sem er skammt það- an. Mannvirki þetta gæti verið leifar af dómhring, Nálægt miðju hins blásna beltis er lítill hólmi óblásinn (10); myndar hann eins og upphækkun og kaun að vera að það sjeu leifar af rúst. Þó er jeg í efa um það. Norður við veginn eru 3 naustatóftir: eru tvær af þeim fyrir vestan hið blásna belti, og eru þœr saman (11—12), en hin þriðja einstök fyrir austan það (13). Hún er stærst: um 7 faðma löng; hin vestasta um 6 faðmar; en sú, sem hjá henni er, er minnst og óglöggust* og mældi jeg hana ekki. Eins og S. V. getur um er undan búðunum 6 og 7 klettsnös út úr hamrinum meö gati i gegnum (14). Hún er út úr austur horni hamarsins við ár- ósinn, þar sem hann er einna dýpstur. Ekki þori jeg að fullyrða, aö gatið sje gjört af mönnurn ; en sje það ekki, þá er það sannar- lega einkennilegt og sjaldgæft náttúrusmíði. Og hvernig sem það er til orðið, er varla vafamál, að það hefir verið notað til að festa skip við. Það er á hentugum stað til þess. Og sögur geta um kaupskipaferðir í Straumfjarðarós: Þannig segir Eyrb. kap. 39.:

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.