Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1897, Qupperneq 13
l'á
»Þorleifr kimbi tók sér fari um smnarit með kaupmönmim þeim er
bjuggust í Straumfirði«. Eigi vil jeg fara út í það, að skifta búð-
unum í verzlunarbúðir og þingbúðir. Þykir mjer eigi ólíklegt, að
stundum að minnsta kosti hafi sama búðartóftin verið notuð til
hvors tveggja sama sumarið, þar eð vorþing mun oftast hafa verið
afstaðið áður enn kaupskip komu. Um þetta mun hafa fnrið eftir
samkomulagi í hvert sinn.
XIV, Þórsness þingstaður.
Við rannsókn S. V. á Þórsness þingstað (Arb. fornl.fjel. 1882,
bls. 102—105) hefi jeg sárlitiu að bæta. Jeg er honum sam-
dóma um, að þingið muni hafa verið í miðtanganum (Þingvallatanga)
og þar inuni dómar hafa fram fariö. Þykir nijer langlíklegast, að
dómhringurinn hafi staðið á odda nessins (eða tangans): Þar er
hærra og fegra en annarsstaðar á nesinu og þar er rnjög afxkeJckt,
því á þrjá vegu liggur þar sjór að og bratt upp að ganga úr fjör-
unni, en á fjórða veginn til suðurs, er nesið mjórra en oddinn sjálf
ur, svo það má næstum kalla eið, er samtengii liann við það. Hjer
hefir því verið mjög auðvelt, bæði að varna því að dóminum vrði
hlevpt upp, og líka því, að mótpartur gæti komizt að dóminum til
að hafa fram mál sitt. Tii þess kom og þá er vandamemi Styrs
vörnuðu Þorsteini úr Haffjarðarey að hafa mál sín fram. (Eyrb. k.
56.): þeir »vápnaðust ok gengu á milli dóms ok Rauðmelinga, er
þeir vildu ganga at dóminum«. Það er eins og lijer megi lesa það
rnilli línanna, að dómurinn hafi ekki staðið á víðum velli, heldur
hafi á einn veg rnátt að hoiium ganga. Nú er oddi nessins kall-
aður Húttnee; stendur á honum hústóft frá þessaii öld, hlaðin úr
grjóti og svo fyrirferðar mikil, að eigi cr rúm fyrir meira. Þó
vottar fyrir bogamyndaðri, fornlegri rústarbrún útundan suðurhlið-
veggnum. Þegar jeg sá þetta, spurði jeg sjálfan mig, livort það
mundi ekki vera brún dómhringsins, sem hjer sæist á? En hvoit
sem það er eða ekki, tel jeg víst að hann hafi veiið á þessum
stað, og þá lika Þórxsteínn sá, er sögur nefna (Lndn. II. 11; Eyrb.
k. 10.). »Blótsteinninn«, sein nú er sýndur suðaustur frá þingstaðn-
um, er nauinast hinn upprunalegi Þórxxteinn. Það er ísaldar hnöll-
ungur, hálfflatur ofan og hefir ekkert merkilegt við sig. Kringum
hann vottar ekki fyrir neinum hring; enda er alls ekki líklegt, að
dómhringurinn hafi verið á þeim stað: þar er mýrlendi og fremur
ófagurt. Mjer þ.vkir líklegast til getið, að þá er búið var að evði-
leggja dómhringinn og hinn rjetta Þórxxtein, hafi, er fráleið, nafnið
verið fært yfir á þenna stein, af því hann er sjerstakur, og ólikur