Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1897, Side 17

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1897, Side 17
17 lokið, og reyndist þetta enginn haugur, heldur uppgróin malarhrúga (frá ísaldartimanum?). Fyrirsát á Skógarströnd. Fyrir innan Leiti á Skógarströnd liggur alfaravegurinn um skarð milii tveggja klapparása. Veginum hallar norðurhalt austur úr skarðinu og mjókkar það niður eftir; neðst er það eigi viðara en hjer um bil fyrir tvo klyfjahesta. Hefir þar verið hentugur staður til fyrirsáturs í fyrri daga. Enda heitir þessi staður »Fyrir- sdtið«: Er sú saga til þess, að þá er synir Jóns biskups Arasonar ætluðu að handtaka Daða í Snóksdal (1549), frjettu þeir á Staða- stað að hann væri vestur í Rifi. Þar ætluðu þeir að taka hann; en til vara, ef hann kynni að sleppa, settu þeir menn til að sitja fyrir honum á Skógarströnd og var þessi staður valinn til þess. Spenntu fyrirsátsmenn þrjá strengi yfir þvert skarðið, er skyldu hindra för Daða, svo hann slyppi eigi úr höndum þeirra. Daða kom njósn af ferð biskupssona og reið hann sem skjótast heimleið- is. Hann reið Markúsar-Brún. Það var um nótt er hann reíð inn Skógarströnd. Hann reið við bjöllubeizli; en af því hann grunaði að fyrir sjer mundi setið, vildi hann eigi að beizlið hringdi, tróð hann því mosa i bjölluna (eða bjöllurnar). Hann hjelt á brugðn- um hnífi. Það kom honum í góðar þarfir, er hann kom í skarðið, þvf hann skar sundur fyrsta og annan strenginn, án þess að hika, og Markúsar-Brúnn henti sig yfir hinn þriðja. Kemur það vel heim við landslagið, að austasti strengurinu hafi verið lægstur. I þessu komu fyrirsátsmenn að, en urðu of seinir, því Daði var þegar sloppinn. Einn spurði i fáti: »Fór Daði þar?« Annar svar aði: »Ekki veit jeg hvort Daði fór þar; en þar fór Markúsar- Brúnn«. Fóru þeir svo búnir þaðan. Þetta er almenn sögn á Skógarströnd og víðar þar vestra. Er hún engan vegin ósennileg, og er vert að láta hana ekki týnast. * * * Fyrir fáum árum fannst í glufu einni í »Fyrirsátinu« stór bróklindahnappur úr kopar, fallega skreyttur með rósaverki. Hann hefir án efa verið eign meiriháttar manns. Er ef til vill hugsan- legt að hann hafi hrokkið af bróklinda Daða þá er Brúnn hljóp yfir strenginn, og þá lent í glufunni. Hnapp þenna gaf Daníel Jónasson í Fremri-Vífilsdal forngripasafninu i fyrra (1895). Br. J. 3

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.