Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1897, Side 19
19
því allvel sjer fyrir bæjarrústinni, og einnig fvrir fjóss- og hey-
garðsrúst, sem er á austurjaðri bungunnar, efst á grasflötinni nær
upp við fjallið. Bæjarrústin er dálftið sunnar og neðar. Bærinn
hefir snúið framhliðinni mót suðaustri; en í fljótu áliti virðist þó,
þegar á rústina er litið alia í einu, að hún snúi mót suðri. En það
kemur af þvi, að byggingar hafa verið fram á hlaðinu, sem aust-
antil ganga lengst fram; myndast þar næstum eins og lítii hól-
brekka af gamalli hleðslu. Sögn er, að bænahús hafi verið í Fjalli;
svo sagði mjer Jón bóndi Arnason í Alviðru, fróður maður og vel
að sjer. Hefir þá bænhúsið án efa verið fram á hlaðinu, en hafi
það verið austast og fremst, — sern najer þykir iiggja næst að ætla, —
þá hefir annað hús verið vestar á hlaðiiru. Bæjartóftin snýr hlið-
inni fram, og er framhúsið nálægt 10 faðma langt frá norðaustri
til suðvesturs. Dyr eru á framhliðinni vestan til miðri. Beint inn
af þeim er inngangur í bakhús, er iiggur samhliða hinu, og eru
dyrnar á miðri framhlið þess; það er rúml. 3 faðma langt. Er
sennilegt að það hafi upp á siðkastið verið baðstofan, en hitt fram-
hýsi. Við báða enda bakhússins virðast vera auð svæði, setn svara
mundi rúmi fyrir dálítil hús; en þessi svæði eru þó innilokuð af
garði, sem staðið heflr fyrir allri bakhlið bæjarins, og myndað
þannig »húsagarð«, — sein nú er kallað og tíðkast hefir á seinni
öldum. Sín tóft er við hvorn enda frambæjartóftarinnar, og snúa
þær dyrum fram á hlaðið; getur verið að það hafi verið skemma
og smiðja. Vestan i húsagarðinum sjer einnig fyrir lítilli tóft. Veg-
urinn hefir legið um hlaðið, milli bæjarins og bænhússins. Hefir
það haldist eptir að bærinn lagðist i eyði, þvf þar eru uppgrónar
götur; en nú liggur vegurinn á bak við rústina. Fjósið heflr snúið
nokkuð meír til austurs en bærinn. Stærð þess er ekki hægt að
ákveða, þvi svo er að sjá, sem það hafi verið hlaðið sundur að
innanverðu, — eða það hefir verið stytt, er kýr hafa fækkað. Við
vestri hlið þess er ein tóft, en við eystri hliðina tvær, líklega geld-
neyta- og reiðhestahús. Þar á bak við er heygarðurinn. Heystæð-
in eru þrjú: eru tvö þeirra næstum 10 faðm. löng en hið þriðja nær
hálfu styttra, því þar gengur fjóstóftin inn í garðinn. Hefir hjer
verið gott til heyafla og tún eigi allítið meðan bungan var í friði
fyrir skriðum. Líklegra er, að þær hafi valdið eyðileggingunni
smátt og smátt heldur en allt í einu; en auðvitað er, að loksins
hefir eitt skriðuhlaup riðið baggamuninn. Bærinn heflr staðið fram
á átjándu öld. Eftir að hann lagðist í eyði, lagðist landið til Hellis
og Laugarbaklca, svo að nú eru landamerki þeirra jarða um Fjalls-
tún. Fossnes er sagt að byggt hafi verið fram að, eða fram yfir,
1800, og að kerling ein hafi búið þar síðast. Rúst þess bæjar sjest
3