Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1897, Side 20
20
skammt f'rá Hvítá litlu ofar en á mótsviðbæinn á Selforsi. Það er
nú í Hellis landi, því landið lagðist til þeirrar jarðar; var þar
stekkur frá Helli um hríð, en er nú aflagður fyrir löngu. Hefir
það eigi verið sjaldgæft, að gjöra stekki úr rústum eyðibaeja, til að
halda við rækt í túninu. Br. J.
Atliugasemdir
um Þjórsárdal.
Eins og ritgjörð min »um Þjórsárdal« (Árb. fornl.fjel. 1884
— 85) ber með sjer, er það að eins tilgáta mín að »Lóþrælar«, sem
jeg hafði heyrt nefnda, hafi staðið suðvestanundir Stangarfjalli og
verið hjáleigur frá Stöng. Þetta hefir ekki verið r.jett til getið. í
ísl. fornbrjefasafni (II. 885) eru taldar nokkrar eyðijarðir 1 Þjórsár-
dal, þar á meðal Ljeþrœlar tveir í Reykholti. Jeg hefi nú ekki getað
fundið vott til nema eins bœjar i Reykholti, svo jeg sje viss um; en
þó hefi jeg, eftir að jeg las þetta, fundið á öðrum stað fáeina hraun-
steina svo hátt frá láglendi, að þeir hafa án efa verið færðir þang-
að af mönnum, og getur verið, að það sjeu leifarnar af hinum Lje-
þrælnum. Þær geta lfka verið sandorpnar. — Á sama stað nefnir
fornbrjefasafnið Lepparstaðaskóg. En uppi 1 Stangarfjalli, uppundan
rústum þeim, sem jeg gat til að hefði verið Lóþrælar, eru gras-
brekkur sundurskornar af giljum, og heitir þar enn í dag: »í Lepp-
um«. Áður en jeg sá fornbrjefasafnið, hjelt jeg að þetta örnefni
vand myndað af landslagi. En nú er jeg i engum efa um að það
er eftirleifar af bæjarnafninu Lepparsstaðir. Syðri bærinn, er jeg
hugði Lóþræl, hefir því án efa heitið Lepparsstaðir. En hvort þeir
hafa báðir heitið svo, eða hinn nyrðri (vestri) hefir heitið eitthvað
annað, er ekki hægt að segja.
Nýlega hefir komíð 1 ljós rúst suðaustan í Stangarfjalli, langt
fyrir innan Stöng, upp frá Bolagróf innanverðri. Hún er vel 6
faðma löng og nál. 11 feta breið, og eru dyr á suðusturenda. Eftir
útliti að dæma þætti mjer llklegast, að það væri fjóstóft og er þá
bæjarrústin óuppblásin þar nærri, sem vel getur verið, þó ekki sjá-
ist þess merki. Rúst þessi er full af hvitum vikri, og er liklegt að
neðsti hluti veggjanna standi, og væri ef til vill ómaksins vert að
grafa hana út.
Nýlega er lika blásin upp smiðjurúst inn í Sandafelli. Það
er engin eiginleg tóft, en sindurhrúga mikil og eldlitaðir steinar í