Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1897, Page 22

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1897, Page 22
Kjallaragröfin á Skriðu i Fljótsdal í Múlaþingi. ---NS-- Eins og kunnugt er hefir Skriða verið höfuðból urn tnargar aldir. Þar var ábótaklaustur frá 1493—1552 og seinna var þar sýslu mannssetur. Bænahús og grafreitur hjelst þar lengi frameftir; þar liggur sýslumaður Wíum grafinn og Jón »fiak« og sjást ennþá skýrt leiði þeirra beggja. Halldór sýslunefndarmaður Benediktsson, er nú í lfi ár hefir búið á Skriðu, keypti jörðina tyrir skömtnu af landssjóði, byggði þar rúmgóðan og reisulegan hæ og svo vel skipaðann, að hann er hafður til fyrirmyndar f Hjeraði. Allvíða í Upphjeraði hafa smámsaman myndast stórar rústir i kringum bæina, sem stafar af því að loftslag er þar svo þurt og jarðvegur svo harður og þjettur, að hvorki síga þær i jörðu nje fúna. Fæstir hafa verið þeir framtaksmenn að aka rofinu burt, er byggt hefir verið upp að nýjn, og hafa því myndast hólar, sem bæirnir eru meira og minna grafnir inn i. Þannig var ástatt á Skriðu, er Halldór kom þangað, Ijet ltann það vera eitt sitt fyrsta verk að ráðast á rústirnar og koma þeim frá augunum, einkanlega þeim, er skyggðu á hina yndislegu útsjón yfir Lagarfljót og hjer- aðið. Til að vanda bæ sinn sem bezt og gjöra liann sem varan- legastan ljet Ilalldór sjer ekki nægja að hlaða veggina eins og áður var vani ofan á rústina, heldur Ijet hann grafa niður á fastan grund- völl, sem þar er smágrýtt skriðumöl, og taka þar undirstöður að öllum veggjum. I vor, er Guðmundur Þorfinnsson vinnumaður hans var að grafa niður fyrir væntanlegum búrvegg, rekur hann sig rúmum 2 álnum fyrir neðau eldhúsgólfið, sem áður var, á rauða-

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.