Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1897, Qupperneq 23
23
viðítrdrumba og borðstubba; undir þeim var gulhvítt, límkennt, rakt
jarðlag, er var hjerumbil 3 stungur A þykkt áður kom á fasta möl.
Neðsta lagið at' rústinni, sem lá of'an að trjávið þessum var blandað
srnáum viðarkolamolum og ösku, áti þess að þar væri reglulegt
öskulag. — Jeg fjekk þá leyfi hjá Halldóri bóhda, að láta Guðmund
rannsaka þetta nákvæmar, og fann hjer stóra gryfju eða gröf fast
niðri á ntalarlaginu. Vil jeg nú leyfa mjer að lýsa gröf þessari og
því, er stóð i sambandi við hana, bæði því, sem við Guðmundur
fundum og því, sem Halldór skýrði mjer frá að áður hefði tundist,
án þess að jeg faii að rekja þau einstök atvik sem að þvi lágu.
Gröfin sjálf er c. 10 fet á annan veginn og 11 fet á hinn;
hún snýr þannig að hornin vita hjerumbil til höfuðáttanna. Dýptin
var rúm 3 fet. 5 rauðaviðardruntbar voru i gröfinni og stóðu upp
og ofan 3 sinn í hvoru horni (v. s. og a.) — norðurhornið gróf jeg
ekki upp — og 2 með miðjuin hliðum sv. og na., ofan á þessum
tveimur lá þ/ertrje og út af þvi láu fjalir fúnar mjög, svo ekki
varð ákveðin þykkt þeirra, en þær hafa varla verið undir 1 þmi.
— Trjen hjeldu sjer betur og voru þau yfir kvartil 1 þvermál,
sivöl likt og rekaviðardrumbar.
Gröfin er vandlega hlaðin úr óhöggnu grjóti, líind með mó-
steypu og sljettuð innan með henni; stendur hleðslan alvegóhögguð
að þvi er sjeð varð. Botninn í gröfinni er hörð smáskriða og virt
ist leirlag eða mólag ofan á því. Ur suður horni grafarinnar lá
lokræsi mikid og hafði orðið vart við það undir bænurn áður, en
liversu langt það er veit jeg ekki því jeg gróf ekki fyrir enda
þess, en yfir 20 álnir mun það vera. Lokræsið var upphlaðið og
lagt með hellum bæði undir og yfir; það var frá 1—2 fet á dýpt og
alveg tómt og þurrt. Hallinn var ekki meir en hæfilegur vatns-
halli.
Allur suðaustur hehningur grafarinnar, sem jeg gróf upp,
var fullur af gulhvítu efni; það var blautt, seigt og límkennt, en
varð stökkt og gisið er það þornaði. Austanvert við stoðina undir
miðri suðvesturhliðinni var beinarusl. Har voru bæði kindabein og
fiskbein og bein af stórgripum, en fremur mun það hafa fallið ofan
í en legið í gröfinni, þvi undir því og laust við það var gulhvita efnið.
— Austanvert við miðja gröfina fannst steinsleif undir fjölunum, en
ofan á fjölunum fundust smátægjur af vaðmáli.
Það virðist liggja nærri að lesa sjer í eyðurnar með gröf þessa.
Bærinn hefir brunnið. búrið hrapað niður og kjallarinn heíir aldrei verið
grafinn upp og verið þvi óhaggaður allt til þess að Guðmundur gróf
hann upp. En hvaða matur hefir verið í kjallaranum? Það hefir verið
skyr, sem gjört hefir verið upp i gröf þessari; hún tekur c. 70—80 lagar-