Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1897, Page 26
26
enda stuttstoðarinnar« var greiptur ytri endi á »stuttbita«, en innri
endi hans gekk beint inn í aðalstoðina. Slá eða »silla«, sem gekk
langs með veggnum, tengdi allar stuttstoðirnar saman, en efri endi
»stuttsperrunnar« var greiptur i enda aðalbitans. Neðri endar bæði
aðalstoða og »stuttstoða« höfðu staðið á »undirstokkum«; en þeir
voru svo fúnir, þegar kirkjan var rifin, að ógjörla sást hvernig þar
hafði verið frá gengið. Timburgólf var í kirkjunni allri. Utanmeð
að neðan voru »plægð« borð negld innan á »stuttstoðirnar« en önn-
ur tilsvarandi að ofan, og var neðri brún á þeim «strikuð«. I þessi
borð var veggþilið fest. Milli aðalstoðanna að ofan voru og eins
konar »sillur« iangsetis voru þa>r bogamyndaðar að neðan þannig,
að tveir hálfbogar eins og mættust rnitt á milli stoðanna. Stólar
voru í framkirkjunni 2 á milli hverra stoða, nema rnilli hinna yztu,
þar var bil, sitt hvorum megin dyra, sem enginn stóíl var í. Tveir
yztu stólarnir hvorum megin voru styttri en hinir, þeir núðu að eins
út að aðalstoðunum; hinir innri náðu út að veggþili. íh á kirkjudyr-
um var setubekkur til beggja handa út tneð þilinu út í hornið, og
svo inn með veggnum bak við hina stuttu stóla. Hann var kallað-
ur »krókbekkur«. Framan við hvern stól var máluð »stólbrík« og
vöru þær festar í stokka, sem lágu lang.s eptir gólfinu sinn hvorum
megin. Auk þess var dyraumbúningur fyrir ganginum við yztu
stólana. Þar uppi yfir vortt »klukknarambhöldin«. Að sunnanverðu
sátu ógiftir karlmenn í stuttstólunum, og á krókbekknum, en ógift
kvennfólk að norðanverðu. I aðalstólunum áttu giftar konur sæti.
Fram í innsta stólinn að súnnanverðit gekk prjedikunarstóllinn fram
undan bitanum setn var yfir kórdyrunum. Var sá stóll þvf frem-
ur þröngur, en þess gætti minna af því, að fóturinn undir prjedik-
unarstólnum var i hærra iagi. Innsti stóllinn að norðanverðu var
kallaður »stúka«; i honum sat prestskona og helztu konur. Milli
hans og næsta stóls var nokkurskonar milligerð. Dyraumbúningur
var fyrir honum og yfir dyrunum bogi með fallegum útskurði.
Hurði hafði verið fyrir honum; en hún var brotin af hjörutn er jeg
nmn fyrst, og svo vissi jeg ekki meira um hana. Upp úr miðjum
bitanuro, sem næst var fyrir framan kórdyr, stóð sterkur uppstand-
ari og gekk »útleggjari« úr efri enda hans innar eftir. I honum
hjekk ljósahjálmur úr kopar með 12 ljósapfpum. Milligerð var
milli kórs og framkirkju upp undir bita. Kórstafirnir gengu upp í
bitann en undir honunt, lítið neðar, var dyrabogi yfir kórdyrum.
Milli bogans og bitans uppi yfir kórdyrunum var svonefnt »kontra-
fei«. Það var útskorin engiltnynd, gengtt viðargreinar upp af vængj-
unum og hjeldu uppi kórónu. I miðjunni var gegnskorinn nafn-
dráttur, sem þó var nokkuð brotinn. í milligerðinni var þil að