Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Ukioqatigiit

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1897, Qupperneq 33

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1897, Qupperneq 33
Smávegis. Eftir Björn Magnússon Olsen. ---SN--- I. Legsteinar og grafskriftir meö latínuletri. Rúnasteinar eru því miður fremur fásjeðir hjer á landi. Aftur á móti er landið mjög auðugt að legsteinuin með latinuletri. Þeir finnast svo að segja i hverjum kirkjugarði og tala til vor um horfn- ar aldir, um forfeður vora, lit þeirra, trú og siðu. Því miður virðist það ekki enn vera koinið inn í meðvitund þjóðarinnar, hversu roikill fjársjóður firir persónusögu landsins er fólginn i þessum þögulu, enn þó talandi vottum horfinna alda. — Legsteinum þessum er lítill gaumur gefinn og víða eru menn svo ræktarlausir — að jeg ekki segi annað verra — að þeir leifa sjer að hagnita sjer legsteina þessa, flitja þá af leiðiuu, þar sem ástrikir ættingjar liafa sett þá, hafa þá annaðhvort í grundvöllinn undir kirkjuna eða í stjett firir kirkjudirum eða til annars verra, ganga á þeim og brjóta þá í sundur. Ef þetta er ekki það, sem rómverska skáldið kallar »mingere in patriox cineres« (saurga ösku feðra sinna), þá veit jeg ekki hvað er. Fornleifafjelagið og forngripasafnið hafa hjer vitt verksvið firir höndum, að vernda þessar fornleifar frá glötun, safna þeim og gera þann fróðleik, sem í þeim er fólginn, heirum kunnan og arðberandi fyrir sögu landsins. Ættu þau til þess að eiga vísa aðstoð prestanna og kirkjustjórnarinnar, því að þeim stendur það næst að vernda rjett látinna manna og sjá um að trú og góðum siðum sje ekki misboðið með svo bligðunarlausri röskun á friði og helgi grafarinnar. Fornleifafjelagið hefur þegar gefið út nokkrar af þessum áletr- unum i árbók sinni. Jeg leifi mjer nú að bæta við fáeinum. 6

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.