Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Ukioqatigiit

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1897, Qupperneq 35

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1897, Qupperneq 35
35 hann dó 14. apríl, og kemur það heim við það, sem Espólín segir (Arb. VI. 119), að hann hafi dáið miðvikudaginn siðastan í vetri, sem ber upp á 14. apríl árið 1647, og loks að þau Katrín hafa alls átt saman lObörn; þar af lifðu 5 föður sinn, enn önnur fimm vóru dáin á undan honum. Espólín telur og fimm börn þeirra Vigfúsar: Gísla, Jóna tvo, Salvöru og Þorbjörgu. Af þeirn varð nafnkendast- ur Jón ingri, er kallaður var Bauka-Jón og first var slslumaður í Borgarfirði, enn síðan biskup á Hólum. Þorbjargar verður síðar getið. 2. Katrin húsfreija Erlendsdóttir bjó að Stórólfshvoli langa hrið eftir lát manns slns, Vigfúsar sislumanns. Hún var kölluð nokkuð fjeglögg. Arið eftir andlát marins síns, 30. október um haustið, varð hún firir þvi óhappi, að bærinn á Stórólfshvoli brann, öll hús nema kirkjan, og hinir mestu fjármunir. »Er sagt, að Katrínu hafi dreimt áður, að kirkjan brinni, enn hún hafi haft þar inni kistur sfnar með mörgu fjemætu, og hafi látið bera þær í bæinn, enn kistur hjúa sinna i kirkju aftur, enn öfugur hafi orðið draUmurinn«. Frá þessu segir Espólín (Árb. VI. 128). Katrín hlitur að hafa verið mikilhæf kona, þvi að enn eru til munnmælasögur um »Katrinu rfku« á Stórólfshvoli og þarígrend, bæði saga sú um drauminn, er Espólín segir frá, og aðrar fleiri. Rjett við bæinn á Stórólfshvoli er allstór klettur, sem kallaður er Bjalli, allbrattur, enn þó ei þverhníptur. Segja menn, að Katrfn hafi hlaupið undan eldinum upp þennan klett, þegar bærinn brann, og eru eim sínd spor hennar 1 klettinum, litl- ar dældir í klettinn, sem lfkjást sporum. Uppi á Bjallanum er dá- litil dæld kringlótt, er menn segja, að Katrin hafi haft firir skirker- ald. Hefur þar verið grafið í firir skömmu, enn ekkert fundist. Til dæmis um fjegirni Katrínar er það sagt, að hún hafi verið vön að kveðja mann sinn, er hann fór í þingaferðir með þessum orðum: »Mundu eftir mjer og mínum fátæku börnuni*. Ifir altari í Stórólfshvohdcirkju er oliumind. Sjest þar efst Kristur á krossinum. Firir neðan krossinn til vinstri handar kríp- ur kvennmaður með hvíta skuplu á höfði í bláu pilsi. Að ofan er hún í dökkleitum möttli raeð stórum kraga, er líkist prestakraga. Til hægri frá krossinum breiðir trje út limar sfnar. Undir krossin- utii liggur hauskúpa ofan á krosslögðum beinum og tímaglas, er hvilir á kerúbavængjum. Á bak við sjest borg, sem líklega á að tákna hina himnesku Jerúsalem, og fjöll í fjarska. Umgjörð skraut leg er um mindina í »barok«-stíl með korintskum súlum. Ifir mind- inni er biflíustaður, letraður með giltu letri: »Mínum sorgargrát 5*

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.