Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1986, Blaðsíða 3

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1986, Blaðsíða 3
KÚABÓT í ÁLFTAVERI 9 runnið yfir lönd þeirra, enda hafa menn átt örðugt með að trúa því. Á hinn bóginn er ljóst, að Katla og virkni hennar hefur öldum saman ógnað byggðarlögum, sem heimildir herma að þarna hafi verið og eyðst fyrir náttúruhamfarir. Skal í þessu sambandi vísað til tveggja gagnmerkra rita um þessi cfni, en það er grein dr. Einars Ólafs Sveins- sonar í Skírni Í947, Byggð á Mýrdalssandi og grein dr. Sigurðar Þór- arinssonar í Árbók Fcrðafélagsins Í975, Katla og annáll Kötlugosa. Með lestri þessara tveggja greina má glöggva sig á atburðarás á svæði þessu eftir því sem lesið verður úr rituðum heimildum og niðurstöður jarð- fræðinga þar urn. Er slíkt raunar gagnlcgt, vilji nienn kynna sér upp- gröft þann sem hér verður grcint frá og tímaákvarðanir þar að lútandi. Það er ekki síst athyglisvert að með þessum uppgrcfti bættist við óþckkt- ur og óhrekjanlegur vitnisburður um byggð á þessu svæði, þar sem fram í dagsljósið var dregin rúst af stórum bæ með bænhúsi frá miðöld- um. En víkjum aftur sögunni að rústinni sem rannsökuð var. Eins og fram kemur í rnáli Gísla Gestssonar hér síðar var rúst þessi hvcrgi merkt á kort. Hún er á leiru suðvestan við núvcrandi byggð í Álftaveri. Þar á sandinum voru þrjár uppsprettur, Austasti Kælir, Miðkælir og Vest- asti Kælir. Miðkælir hvarf árið 1918 við Kötlugosið. Austasti Kælir rennur næst byggð, en Vestasti Kælir nokkru vestar. Á milli þeirra var áður há sandalda, vaxin melgrasi og nefndist hún Kúabót. Eftir 1918 fór Kúabót að blása upp, uns hún var að fullu horfin unt 1950 og þá kom rústin í ljós. Yfir leirunni, sem er unt eins kílómetra breið, er aldrei djúpt vatn, en hún er svo flöt, að vindur hrekur vatnið til og frá. Undir er blautur sandur og er sú sandbleyta vaðall í ökla eða vel það, þó sjaldan í hné. Scgir það sig sjálft, að þarna er erfitt yfirferðar og oftast ófært bílum. Einu gildir þó yfirborðið sé þurrt. Fyrir ráðsnilld og harðfýlgi heimamanna tókst að gera akfæran veg að rústinni, þó viðsjáll væri og fyrir kæmi að þyrfti að breyta vegarstæðinu til muna. Til þessa voru notaðir hestar, dráttarvélar og tæki ýntiss konar. Mcð samstilltu átaki heimamanna og grafara gekk allan tímann vel að koma sér heim og heirnan og var lítið uni festur á leiðinni, en ævinlega varð að sýna fyllstu gætni ef vel átti að fara. Framkvcemd rannsókna og þátttakendur Nú skal gerð grein fyrir gangi verksins og þeim sem þátt tóku í upp- greftinum að svo miklu leyti, scm unnt er út frá dagbókum og öðrum gögnum Gísla.

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.