Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1986, Blaðsíða 4

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1986, Blaðsíða 4
10 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLACSINS Fyrsta sumarið, 1972, var grafið í tvo mánuði og stofan (A) rann- sökuð. Það ár var hafst við í gömlu skólahúsi á Hcrjólfsstöðum. Eftir fyrsta árið varð ljóst, að uppgröfturinn var mun mcira vcrk en menn hugðu í fyrstu. Þá var ákveðið, að fleiri ynnu þarna og því tekið á lcigu gamla íbúðarhúsið á Þykkvabæjarklaustri. Var þar stofnað mötuneyti, scm Guðrún Sigurðardóttir, eiginkona Gísla, veitti forstöðu og í frátöfum hcnnar hlupu dætur þeirra hjóna undir bagga með matseld. Segir það sig sjálft, að sá þáttur er mikilvægur í verki sem þessu og ekki síst þegar veðurfar er óhagstætt eins og þarna var, sér- staklega árin 1975 og 1976. Sumarið 1973 var unnið í tvo og hálfan mánuð og skáli (B), forstofa (C), búr (D) og tótt (I) rannsökuð. Árið 1974 var unnið í cinn og hálfan mánuð og þá tckið til við skemmu (J), kamar (G) og baðstofu (F). 1975 var unnið í einn og hálfan mánuð og þá var litla tóttin (K) frammi á hlaðinu rannsökuð, og árið 1976 var aðeins dvalið í einn mánuð fyrir austan. Þá voru gerðar loka- kannanir á staðnum, og austasta húsið í bæjarröðinni (H) kannað. Að lokum skal þess getið, að eftir að eiginlegum fornleifauppgrefti lauk, fylgdist Þórður Tómasson, safnstjóri í Skógum, með rústunum og hirti alla lausamuni, sem komu í ljós. Eftirtaldir tóku þátt í uppgreftinum um lcngri eða skemmri tíma: Gísli Júlíusson Norðurhjálcigu, Gísli Másson Reykjavík, Guðrún Svein- bjarnardóttir Reykjavík, Halldór J. Jónsson Reykjavík, Hannes Hjartar- son yngri, Herjólfsstöðum, Helga Þórarinsdóttir Reykjavík, Jón Egg- ertsson Hraungerði, Jón Júlíusson Norðurhjáleigu, Kristín Huld Sig- urðardóttir Reykjavík, Magnús Baldursson Skógum, Philip Holds- worth Englandi, Þórður Tómasson Skógum, Þorvaldur Friðriksson Reykjavík. Við rannsóknina naut aðstoðar jarðfræðinganna dr. Sigurðar Steinþórssonar, dr. Sigurðar Þórarinssonar og Guðrúnar Larsen. Sérlegir heimildamenn um ýmsar staðreyndir skulu nefndir hér, þeir feðgar Hannes Hjartarson og Hjörtur Hannesson á Herjólfsstöðum, Jón Gíslason í Norðurhjáleigu og feðgarnir Brynjólfur Oddsson og Hilmar Jón Brynjólfsson á Þykkvabæjarklaustri. Sérstakar þakkir eru færðar hjónunuin á Herjólfsstöðum þcim Vigdísi Magnúsdóttur og Hirti Hanncssyni og lijónunum á Þykkvabæjar- klaustri þeim Brynju Bjarnadóttur og Hilmari Jóni Brynjólfssyni fyrir margvíslegan greiða í sambandi við rannsóknina.

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.