Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1986, Blaðsíða 6

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1986, Blaðsíða 6
12 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS sögðu þá frá því að nýlega hafi komið í ljós úti á Leiru bæjarrúst; hún væri mjög ljós og töldu þeir ekki erfitt að mæla hana og teikna án veru- legs uppgraftar. Ekki var þá tími til að athuga þetta það sinni og dróst svo yfir það. Nokkrum árum síðar kom Þórður Tómasson safnstjóri í Skógum að rústinni og gróf nokkuð í hana. Hann sagði þjóðminjaverði frá ferð sinni og hvatti til rannsóknar á rústinni, sem hann taldi mjög fróðlcga. Loks sumarið 1971 komum við þarna Þór Magnússon, Þórður Tóm- asson og undirritaður. Var þá ákveðið að grafa rústina upp. Hófst upp- gröfturinn næsta sumar og var síðan unnið að honum á hverju sumri uns honum var hætt síðsumars 1976, en þá taldist megintilgangi upp- graftar þessa náð að rannsaka síðasta byggingarskeið bæjarins, sem þarna hafði staðið. Verklýsing Frá upphafi var auðséð að framhlið bæjarins sneri skakkt við höfuð- áttum. Þegar grafið var kom í ljós, að skipulag bæjarins var allreglulegt, svo að öll húsin nema eitt sneru nokkurn veginn samhliða framveggn- um eða þvert á þá stefnu. Mælikerfi, sem sneri rétt við höfúðáttum hefði því verið til mikils óhagræðis við gerð uppdráttar af rústunum, þar eð þá hefðu allar línur, sem mælt er frá, legið á ská yfir gólf og veggi og langar línur hvergi legið eftir gólfum. Það varð því að ráði að búa til mælikerfi með þeirri stefnu, sem ráð- andi var í bænurn. Valinn var punktur uppi á útvegg austarlega þar scm þverveggur milli tótta A og B gekk til norðurs frá útveggnum. Fram- hlið bæjarins stefndi á Hjörleifshöfða; uppi á höfðanum er mjög grcini- legur stallur og var ákveðið að láta X-ás mælikerfisins stcfna á þann stall og reyndist það prýðilegt. Var líkast því að stefna húsanna á bænum hafi verið látin ráðast af stalli þessum. Aðalpunkti mælikerfisins voru valin hnitin X = 36 m, Y = 22 m og mátti þá búast við að öll hnit og fjarlægðir á uppdrætti rústanna yrðu pósitívar tölur og mátti heita að það stæðist. Þessi stefna X-ássins reyndist vcra 24°45,3' sunnar en vestur. Samt er þessi stefna kölluð vestur í eftirfarandi húsalýsingu og stefnur þvert á hana nefndar norður eða suður. Þegar mælikerfið var ákveðið var rústahóllinn umflotinn vatni. Lægsta fjöruborð við suðurenda bæjarhólsins þann dag var talið hafa hæðartöluna 0 í mælikerfinu og auk þess voru mcrktir tveir punktar á hraunklöppum, sem ekki munu haggast, annar í 170,4 m fjarlægð frá aðalpunktinum og ber hann austan við vitann á Alviðruhömrum, hæð 0,645 m, hinn í 153,7 m fjarlægð, ber vestan við vitann, hæð 0,466 m.

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.