Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1986, Blaðsíða 1

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1986, Blaðsíða 1
LILJA ÁRNADÓTTIR KÚABÓT í ÁLFTAVERI Inngangur Hér á cftir fer skýrsla um fornleifauppgröft í Álftaveri sem fram fór á árunum 1972—1976. Rannsókn þessi var í höndum Gísla Gestssonar, fyrsta safnvarðar í Þjóðminjasafni íslands. Gísli lést haustið 1984 áður en hann hafði að fullu lokið rannsókn á því sem þarna fannst. Hann hafði um skeið unnið að undirbúningi efnisins fyrir birtingu en nokkuð vantaði á að fullbúið væri. Það varð að ráði ritstjóra Árbókar Fornleifafclagsins og ættingja Gísla, að ráðist skyldi í að birta allar tiltækar staðreyndir um uppgröft- inn í Kúabót, en svo hefur rústin verið ncfnd í seinni tíð. Var ákvcðið að cg tæki að mcr að búa það af cfninu til prentunar, scm ekki var þegar tilbúið af hendi höfundar. Gísli hafði lokið við að lýsa stofu (A), skála (B) og baðstofu (F).1 Hann hafði einriig samið drög að fundaskrá, en undirrituð skráði munina undir handleiðslu hans. Einnig var teikni- og ljósmyndavinnu að mcstu lokið. Hefur það vcrið lagt til grundvallar í skýrslum þcim sem hér fara á eftir, auk grcinagóðra dagbóka Gísla frá rannsóknunum. Ennfremur var lcitað til fólks scm vann á staðnum í lcngri cða skemmri tíma um mörg vafaatriði, sem upp hafa komið. Ekki vcrður hér farið út í frekari úrvinnslu á efninu eins og höfundur hugsaði sér að gcra, heldur er því hér með komið fyrir almennings- sjónir svo það megi nýtast öllum þeim er áhuga kunna að hafa. I upphafi verður gcrð örlítil grein fyrir landslagi og staðháttum nálægt rústinni, sem eins og áður sagði hefur verið nefnd manna á milli Kúabót, cn nafn þctta kcmur ekki fyrir í eldri hcimildum um Álftaver.2 Staðhœttir Svæðið milli Múlakvíslar og Kúðafljóts annars vegar, og ofan frá Mýrdalsjökli, Lcirá og Hólmsá til sjávar hins vegar er Mýrdalssandur 1. Greinargerð um baðstofuna birtist í Minjar og mcnntir, afmælisriti helguðu Kristjáni Eldjárn, Rvk 1976, bls. 194-197. 2. Einar Ólafur Sveinsson: Byggð á Mýrdalssandi, Skírnir 1947, bls. 185-210.

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.