Víkverji - 26.06.1873, Blaðsíða 5
17
greiua, gætu f>eir rne'rin, er kosnir jrím ©Itlti il“
lítast fiilltrúar Reyltjavíltr-
Itjördæmis, þeir gætu ekki koraií) frara f.yrir
hónd airaara eri þeirra unglinga og annara nianna, or
b£r væru til stabar þ>ar eptir var gengib til atkvæba-
grei'bslu om uppástungu fundaretjóra, og var hún vifc-
tekin rneb raiklura atkvæbafjólda en fleiri guldu eigi
atkvæli. J>ar eptir var kosinn til þdugvallarei^ar, í
stab Eiríks Brieius, Siguríir Gu^raundsaon, bkriptsmibr.
— GULLBRINGU- OG KJÓSARJVIENN áttu,
laugardaginn 21. þ. ra. aö boði þingmanns
síns sira þórarins Böðvarssouar prófasts, fuud
í HafnarQrði. Prófastrinn setti fundinn um
liádegi, og kvaddi meun til að kjósa fundar-
sljóra og skrifara, og var þá í einu hljóði
prófaslriun kosinn fyrir fundarstjóra, og sira
Matihias Jokumsson á Móum og sira Stefan
Thorarensen á Kálfatjörn fyrir skrifara.
Fundarstjóri gat þess fyrst, að hann ein-
ungis hefði boðað kjósendr sína á fundinn.
Hann gat því ekki gefið öðrum mönnum en
þeim, er höfðu kosningarrétt í kjördæmirni,
leyfi til að tala á fnndinum eðr til aö greiða
atkvæði. kar næst skýrði fundarstjóri frá
tilgangi sínum með að kalla saman þenna
fund. Mikilvæg málefni muudu verða rædd
á alþingi því, er nú fer í hönd, einkum stjórn-
arbótarmálið. kað væri skylda hvers þjóð-
kjörins þingmanns, að kynna sér álit kjósenda
sinna og ræða in mikilvægu málefni iands-
ins með þeim, hann vildi nú skýra kjósend-
sínum frá áliti sínu á stjórnarmálinu, og vildi
hann síðan bera upp fyrir þá bænarskrá, er
hann hafði samið viðvíkjandi þessu máli.
kað væri, eins og kunnugt er, einungis
sljórnarábyrgðin, er hefði valdið ágreiningi
á milli meira og minna hlutans á seinasta
alþingi; en það væri alveg ósatt, ef menn
vildu segja, að minni hlutinn vildi ábyrgðar-
lausa stjórn. Ágreiningrinn hefði einungis
orðið út úr því, að sumir vildu hafa þann
mann, á hverjum ábyrgðin ætti að hvíla hér
á landi, við hlið alþingis, aðrir í Danmörku
við hlið konungs. Allir væru samdóma um,
að hvorttveggja fyrirkomulag væri ófullkomið
og að mikill vandi væri að semja lög um á-
byrgðina, þar sem eins stæði á og hér, er
konungr sæti í 300 mílna fjarlægð frá al-
þingi, og væri það álit fundarstjóra að svo
mikið mælli fram með báðum uppástungum,
að nú fyr en búið væri að reyna aðrahvora,
mætti telja það hér nm bil ið sama, hvor
yrði ofaná. þar á móli væri það nauðsynleg
undirstaða fyrir þjóðlegum framförum vorum
og hagsæld, að alþingi fengi löggjafarvald og
fjárforræði, og þetta ættum vér af öllum
mætti að keppast við að fá, svo að alþingi
það, er nú ætti að halda, yrði ið seínasta
ráðgefanda þing hér á landi, og þelta færi
líka bænarskrá sú, er fundarsljóri vildi bera
undir atkvæði fundarmanna, fram á.
Sira Matthias gat þess, að best mundi
vera, að kjósa 2 menn á í'ingvallafund, áðr
en bænarskráin væri borin undir atkvæði; á
Þingvallafundinum, er ætti að halda 26. þ.
m., mundi svo mikið standa til. Dr. Grímr
Thomsen mótmælti því, að kosnir væru mena
til að fara á í’ingvallafund, fyr en búið vært
að skýra mönnum frá, hvers vegna þessi
fundr væri stofnaðr. Að segja, að «mikið
stæði til á Þingvallafundinumn væri ekki nógr
það gæti verið, að halda ætti fram á f>ing-
vallafundimim þeim æsingum, er bryddað
hefði á í blöðum vorum, og enginn hér á
fundi mundi vilja taka þátt í þeiin. Útafþessu
spunnust fjörugar umræður. Ailir fimdar-
uienn voru samdóma um, að þeir ekki vildu
taka þátt í neinum æsingum, eðr með óviðr-
kværnilegum orðum ráðast á einstaka menn.
Enginn gat sagt neitt glögt um ætlunarverk
Þingvallafundarins, en öllum sýndist, að úr
því von væri á kosnurn mönnum úr öllum
kjördæmum landsins á fnndinn, ætti þessar
sýslur eigi að draga sig í hlé, heldr senda
fulltrúa á ÍMngvöll eins og hin kjördæmin, þó
ekki væri til annars en að mótmæla, að nokk-
uð er gæti skert virðingu þjóðarinnar og
landsins, færi fram á slíkum alsherjarfundi,
en allir voru samdóma um, að þess væri eigi
von. Niðrstaðan var, að mönnum kom sam-
an um að kjósa 2 menn til Þingvallafundar-
ins, og að leggja bænarskrá þá, er fundar-
stjóri hafði borið fram, til grundvallar fyrir
tillögum sendimanna. Niðrlagsatriðin í bæn-
arskránni, er samþykt var í einu bljóði, voru:
að alþingi biðji konung vorn allramildi-